Hann Pési hefur alltaf verið svona inni púki og vill aldrei fara úr búrinu sínu.
Ég hef oft reynt að koma honum út en hann vill það ekki!
Sko hann er orðinn 5 og hálfs árs og fyrir verslunarmanna helgina á miðvikudaginn var hann svaka sprækur og flaug um búrið sitt og fjaðrir voru út um allt gólf en ég fór til ættingja minna um Verslunamanna helgina og skildi eftir Nógan mat, mikið vatn og útvarpið á fyrir hann
( hann elskar að syngja með útvarpinu) síðan kom ég heim í gær( Mánudag) og hann var orðinn svakalega feitur og alveg rosalega skrítinn. Ég get vanalega ekki stungið hendinni inní búrið hans án þess að hann flögrar út um allt og fiður er um allt herbergið en núna get ég klappað honum á kollinn án þess að hann kippir sér upp við það. Hann sefur nánast í matardallinum
og ég get stungið hendinni inn án allra vandræða .

Er hann að fara að deyja
Er þetta bara ellin eða meira.
Er hann veikur

Hvað er að honum??