Um daginn var ég að fara að ná í graðhest í graðhesta girðingu þar sem voru fullt af merum einnig og á leiðinni þangað rákumst við á unga.
Þetta var ótrúlega sérstakur ungi því hann var þvílíkt feitur og grár með gul stingandi augu og sat alveg kyrr og horfði á okkur.
Við héldum fyrst að hann væri dauður hann var svo kyrr svo við tólum okkur strá og ýttum í hann enn þá goggaði hann í stráið. Það var enginn ugla hjá og hann var ekki í hreyðri.
Svo fórum við að leita af honum aftur til að taka mynd af honum enn það tókst ekki þannig að ég get því miður ekki sent ykkur neina.
Þetta er í Borgarfirði og ég er búin að sjá snæuglur þarna getur þetta verið svoleiðis ungi, vitið þið einhvað um tegundirnar á þeim og hvaða tegund þetta var?