Skemmtileg tilviljun
Ég vil tala um reynslu sem að ég varð fyrir þegar að ég var 11 ára gamall. Það gerðist að lítil finka beinlínis lenti á tröppunum fyrir utan hjá okkur og mér tókst að reka hana inn í hús og loka öllum gluggum. Seinna um daginn náði ég að fanga hana. Mér fannst þetta merkilegt því að hún hafði greinilega sloppið frá einhverjum því að mér vitanlega þá lifa þessir fuglar ekki á svo norðlægum slóðum. Ég auglýsti eftir eigendum og enginn saknaði finku. Ég varð því að kaupa allar græjur og kerlingu handa finkunni minni. Mér fannst skemmtilegt að umgangast þessar skepnur. Ég hef mikið umgengist dýr og átt mörg og hef alltaf jafn mikið gaman af þeim. Ég tel það mikilvægt fyrir hverja manneskju að upplifa það að eignast dýr og fylgja því í gegnum ævina og sjá það vaxa og þroskast. Einnig að kveðja dýrið þegar að það fer. Læra að takast á við þá sorg. Margir foreldrar kaupa strax önnur dýr fyrir börnin sín til að hlífa þeim við sorginni sem að mér finnst rangt.