langaði bara að segja frá tveimur fuglum sem ég er búinn að eiga í þónokkurntíma, fyrir þá sem nenna að lesa etta..
ég hef átt einn gára í 7 ár (Hrói Höttur (frumlegt, ég veit :P )).. og í ein 2 ár var hann stanslaust að hanga með hömstrunum mínum, en ég átti einhverja 10 hamstra í einu massa búri.. svo eitt skiptið þegar hann var búinn að vera allann daginn fyrir utan búrið, enn einu sinni, þá hleypti ég honum inn í búrið. ég bjóst við því að hann vildi leika við þá, en nei.. hann hræddi þá bara í burtu og tók völdin í búrinu. svo át hann matinn þeirra, drakk vatnið þeirra og hljóp í hlaupahjólinu þeirra! bwahahah, stélið passaði ekki, þannig að þetta var eins og funky chicken dans eitthvað :P ..allavega.. eftir að hamstrarnir dóu svo allir setti ég bara hlaupahjólið í búrið hans og á hverju kvöldi tók hann smá workout áður en hann fór að sofa! :D lol..
svo er það heidi.. Heidi Hakuna Matata (frumlegra ;D ) er african grey timneh og er núna 2 og 1/2 árs.. það fyrsta sem hún lærði að “segja” var ‘mjá’ ..en við eigum ekki kött, hún hefur aldrei séð kött og enginn hafði sagt mjá við hana.. hún hlýtur að hafa pickað þetta upp frá ‘já’ eða eitthvað :P ..en svo er hún vængstýfð, þannig að hún röltir um gólfin og mjálmar ef hún vill láta taka sig upp, eða vill athygli.. annars kann hún já að segja margt annað..
..ója.. svo var hún í pössun núna og sú sem var með hana á hund, og sagði að hún hafi byrjað að líkja smá eftir honum.. lol..
hmm.. svo er það sorglegi endirinn á lala-skondri sögu.. heidi varð afbrýðisöm út í hróa og drap hann.. hún beit af honum gogginn fyrir svolitlu.. ég kom heim og hrói flýgur hress og kátur á öxlina mína.. ég sný mér að honum og sé blóð og tungu að stingast út.. shock já..
..hann lifði í viku gogglaus..
takk fyrir dýrmætann tímann þinn og vonandi var þessi lestur á kork-dæmi mjög þess virði.. ;D<br><br>“nothing is bulletproof until its been shot” - CYP 9:13 the good book of the Crypt
“nothing is bulletproof until its been shot” - CYP 9:13 the good book of the Crypt