Ef þú vilt fá þér eins árs gára, þá er held ég best að fara í gæludýrabúð og athuga hvort þeir séu nokkuð með einhvern handa þér :) Ég mundi segja þér að fara í Furðufugla og Fylgifiska, ég hef aldrei komið þangað… en þetta er besta búðin :)
Annars, til að aldursgreina gára, geturðu litið á nasaholurnar hans, ef hann er kominn með lit á þær (bleikan eða bláan) þá er hann allavega ekki ungi ennþá.
Athugaðu hvort að fuglinn er nokkuð með ‘'krumpaðar’' nasaholur.. þ.e. hvort þær séu nokkuð skorpnar.. þá er hann örugglega eldri en eins árs. Það er samt ekki víst að þessi aðferð gagnist eitthvað, því minn gári sem er 5 ára, er enn þá með þetta rennislétt :)
Þannig ég myndi ráðleggja þér að fara í gæludýrabúð og spyrja þar.
En…. :) Ég mæli frekar með því að fá þér unga, þá nærðu miklu betri tengslum og fuglinn verður miklu skemmtilegri ;)
En hvað sem þú gerir, gangi þér vel :)<br><br>Sweet
====================
Það er nefnilega vit í óvitinu - Englar alheimsins
Játs!