Við erum með tæplega 1 árs gamlan kvenfugl/gára sem þarf að komast á heimili þar sem einhver nennir að hleypa henni út og leika við hana. Hún er búin að vera svo mikið útundan hér hjá okkur síðan í vor þegar við fengum okkur hvolp að ég held að best sé að hún komist til fólks sem nennir að leika við hana og hleypa henni út úr búrinu til að fljúga soldið. Búrið og það sem er í því getur fylgt henni. Það er grein um hana hér á fuglar,fyrirsögnin er “hún lotta skotta” þar getið þið lesið aðeins um hana.
Sendið skilaboð eða póst á sprelli@simnet.is ef þið gætuð tekið hana að ykkur.
p.s. Helst vil ég að foreldrar hafi samband ef það eru krakkar sem hafa áhuga á að taka hana að sér.<br><br>Kveðja alsig