hæ, ég er að skrifa mína fyrstu grein hérna inn á þetta áhugamál þannig að ég vill að mér verði tekið vel :) okeimm.
Mig langaði að segja hvað skeði fyrir mig einn daginn. Þetta var um morguninn og ég var í einni af mínum eftirlitsferðum (p.s. er hundaeftirlitsmaður), þegar ég labbaði framhjá innkeyrslu við eitt hús í Garðabænum, þar niðri var lítill snjótittlingur (held að þeir heiti sólskrýkjur á sumrinn).
Hann var mjög hræddur og reyndi að flýja mig fyrst (var ófleygur og ekki komin með stélfjarðrinar) en ég vildi ekki sleppa honum því mikið er um ketti í þessu hverfi, ég tók hann og fór með hann á dýraspítalann til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi með hann.
Eftir það keyrði ég með hann upp í Heiðmörk þar sem hann er vonandi núna með öðrum fuglum.
Kveðja aaaaa :)