Ég er í unnglingavinnunni nú um þessar mundir og um daginn var ég að tína rusl á einhverju túni og ég og vinur minn nenntum ekki að tína og fórum lengra út á túnið frá hópnum. allt í einu kallaði vinur minn á mig: PASSAÐU ÞIG en ég fattaði ekki neitt, en svo leit ég upp og þá voru tveir stórir, brúnir fuglar að gera atlögu að mér eins og Kríur, ég hjélt fyrst að þetta væru Fálkar eða eithvað og flúði bara að hópnum og sagði nokkrum gaurum frá þessu, þá fóru vinur minn og annar gaur aftur til þeirra og birjuðu að atast í þeim og reina að kasta einhverju í þá og þeir gerðu árás aftur á þá og flugu virkilega nálægt þeim.

Þegar ég kom heim kíkti ég í fuglabók og leitaði af fuglinum og, jæja, komst að því að þetta var soldið langt frá því að vera Fálki eða smyrill eins og ég hélt kanski, en það kom mér á óvart þaegar ég komst að því að þetta voru Skúmar sem eru af mávaætt, svo komst ég að því líka að Kríur eru líka af mávaætt en ég hélt að mávar mundu aldrei þora að ráðast á menn.
————————————————