Ungar sem á að handmata eru teknir frá foreldrunum annaðhvort þegar þeir eru nýskriðnir úr eggi eða 2-3 vikna gamlir. Þeir eru teknir og settir í hitakassa og á 2 klukkustunda fresti er þeim gefinn grautur að borða (með skeið eða sprautað upp í hann). Þetta er gert allan sólarhringinn þar til hann er 5 eða 6 vikna (man ekki alveg).
Allavega þá mega ungarnir fara til nýrra eigenda um 6-8 vikna held ég (mismundani samt eftir tegundum) eða þegar þeir eru farnir að éta korn og svona.
Við þetta þá venjast ungarnir frá unga aldri að láta handfjatla sig og kunna betur að meta klapp og knús og svona því þeir eru ekki hræddir við hendur á fólki. Þeir vita að hendur á mannfólkinu gefur þeim að éta, klappar þeim og lætur þeim líða vel.
Mæli hiklaus með að þú fáir þér handmataðann fugl ef þú ákveður að fá þér fugl. Þeir eru dýrari en venjulegir ungar sem eru alveg aldir upp af fuglaforeldrunum en það er alveg þess virði!
Gárar eru á einhvern 3000 kall óhandmataðir en 5000 og eitthvað handmataðir, þessi 2000 kall aukalega er SVO MIKIÐ ÞESS VIRÐI!Svo er líka hægt að fá handmataðar Dísur og Ástargauka og jafnvel stærri fugla!
Ef þú vilt kíkja á þetta þá ættir þú að fara á
www.tjorvar.is
þar getur þú lesið um hinar ýmsu fuglategundir og skoðað myndirnar af þeim og líka farið á spjallið.
Á spjallinu er fullt af fuglaeigendum sem eiga fugla frá F&F, þú getur alveg lesið fullt af sögum af þeim fuglum, þeir eru allir svo skemmtilegir :D<br><br><a href="
http://www.hundaklubbur.tk“><b><font color=”red“>Hundaklúbburinn</font></b></a>
Kíktu líka á <a href=”
http://www.tjorvar.is/spjall“><b><font color=”blue">dýraspjallið </font></b></a