Glókollur (Regulus regulus) er minnsti fugl evrópu. Hann sást fyrst
hér á landi fyrir um 10 árum (held ég). Hann dafnar nokkuð
vel hér á landi og er óðum að fjölga sér. Sennilega verður
gaman að ganga um stærri skóga höfuðborgarsvæðisins eftir
að ungarnir í ár verða fleygir seinna í sumar.
Kjörlendi hans eru greniskógar.
Erfitt getur verið að koma augu á þá þar sem þeir eru mjög litlir.
Þeir eru frá 6-9 grömm að þyngd. Þeir lifa á grenilús(eða einhverju slíku)
og byggja hreiður sín hátt í grenitrjám.
Hljóð þeirra minnir á hátíðni psst-psst-psst. Hægt er að finna avi/mp3 fæla á netinu með því að leita eftir t.d.
'goldcrest mp3 sound' á google.
Ég á myndir á glókolli á
http://www.simnet.is/jakobs/birds/birds04.htmlhttp://www.simnet.is/jakobs/birds/birds01.htmlSvo er Daníel Bergmann með frekar flotta mynd á
http://www.hi.is/~yannk/myndir/rarity/db_glokollur_26_02.jpgp.s. ég vona að ég sé ekki að fara með neinar rangfærslur
varðandi lifnarðarhætti glókollsins
<br><br>  Jakob S.
  <a href="
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a