Í lok desember 2007 fór ég með ástargaukinn minn (peach faced lovebird) til dýralæknis og þar var hann m.a. vigtaður.. Hann vigtaðist einungis 47 grömm sem er alltof létt fyrir svona fugla. Í kjölfarið ráðlagði dýralæknirinn mér að setja hann á Harrison's fóðrið sem og ég keypti til að prófa að gefa fuglinum. Ég byrjaði á að kaupa High potency fine sem er notað til að byrja með, venja fuglinn á.
Ekki leist mér á blikuna þegar fuglinn tók uppá því að svelta sig því matinn ætlaði hann EKKI að borða.. Hann er mjög þrjóskur og ég var ekki að sjá fram á að hann myndi nokkurntímann venjast þessu þannig ég hálfpartinn gafst upp, eða öllu heldur “svindlaði” smá og gaf honum fóðrið sem hann var vanur að borða oftar en mátti á þessum aðlögunartíma. Það fóður var alltof einhæft og fuglinn borðaði nánast eingöngu sólblómafræin úr því…
Þegar maður breytir um mataræði hjá páfagaukum þarf að fylgja ákveðnu ferli og helst að gera það í samráði við dýralækni.
Dagarnir liðu og ekkert breyttist hegðun fuglins fyrr en allt í einu einn daginn! Hann smakkaði á Harrison's (gafst greinilega uppá sveltinu) og fannst það bara alls ekkert slæmt. Þá var hann búinn að léttast aðeins meira, orðin 45 grömm.
Í dag, ca 4 mánuðum seinna er hann orðinn 57 grömm og er alveg að blómstra! Hann hámar í sig nýja matinn og finnst hann alveg svakalega góður ;) Mér finnst hann mikið fallegri en hann var (og hann var alltaf mjög fallegur), liturinn bjartari að mér finnst og mér finnst fuglinum líða einhvernveginn betur, ef það var þá hægt.
Ég vil þakka Harrison's fyrir þessar breytingar, þetta er held ég það besta sem hægt er að gefa fuglum.
Það tók hann ca 5 daga að venjast þessu breytta mataræði og það er svo sannarlega komið til að vera. Næst mun ég kaupa Adult lifetime fine en það er ætlað sem framtíðarfæði fyrir litla fugla.
Eru einhverjir fleiri sem hafa svipaða sögu að segja, eða ekki?
HÉR eru upplýsingar um Harrison's fuglafóðrið