Þótt vísindamennirnir hafi ekki á reiðum höndum neina endanlega skýringu, á þetta fyrirbrigði að líkindum rætur að rekja til þess náttúrulögmáls sem sér til þess að fuglar læra að syngja og gefa frá sér hljóð tegundar sinnar.
Flestir fuglar hafa meðfædda eiginleika sem ákvarða hljóð þeirra en læra þó fyrir alvöru með því að hlusta á foreldra sína og líkja eftir hljóðum þeirra. En hin villta náttúra er yfirfull af hljóðum og því þurfa fuglarnir að búa yfir einhvers konar síu sem gerir þeim kleift að skilja óviðkomandi hljóð frá og tryggja þannig að þeir læri hin réttu.
Sú kenning hefur verið sett fram að páfagaukar og aðrir fuglar sem hermt geta eftir rödd manna, hafi enga slíka innbyggða síu og hermi því eftir öllum hljóðum sem þeir heyra ef ekki eru í nágrenninu aðrir fuglar sömu tegundar til að læra af. En einmitt sú er raunin um búrfugla sem haldnir eru sem gæludýr.
Duglegasta eftirherman er almennt talin hinn afríski grái jakó-páfagaukur, sem getur lært allt að 1.000 orð. Heimsmetið á þó gári að nafni Puck, sem kunni alls 1.728 orð.
T.D. getur Grár jakó-páfagaukur lært 500 - 1.000 orð í mannamáli.