Ljósmyndir af fuglinum þínum
Við erum að leita að páfagaukum til að ljósmynda fyrir bók. Okkur vantar mjög margar tegundir og bæði “falleg eintök” og fugla sem líta illa út. Við myndum einnig vilja spyrja eigendur lítillega út í fuglana, persónuleika þeirra og þess háttar.

“Falleg eintök” eru fuglar sem eru ekki að fella fjaðrir, ekki reyttir eða illa til hafnir, ekki plokkaðir, ekki með ofvaxinn gogg eða of langar neglur. Það skiptir ekki máli þó þeir séu vængsnyrtir.

AÐ AUKI vantar okkur fugla sem eru plokkaðir, veikir eða illa útlítandi á annan hátt, reytt varppör eða fuglar með kýli (fituæxli), einnig fugla að fella fjaðrir. Nafnleysis verður gætt ef eigandinn kýs það.

Í boði er frí ljósmyndun á fuglunum ykkar sem hægt verður að fá rafrænt til eigin nota. Auk nafni á fuglum og eiganda í bókinni.

Hvernig mun þetta ganga fyrir sig?
Við komum á heimili fólks með lítið ferðastúdíó, ljósmyndum fuglana og tökum stutt viðtal við eigendur um fuglinn. Þetta tekur skamma stund og hjálpar okkur mikið. Við getum ekki farið útá land til að ljósmynda en höfuðborgarsvæðið, Akranes, Borgarnes, Reykjanes, Selfoss, Hveragerði, Stokkseyri er svona u.þ.b radíusinn sem við gætum farið til að heimsækja ykkur. Annars væri mjög vel þegið ef eigendur kæmu með fuglana með sér í næstu Reykjavíkurferð.

Ef þú sem lest þetta veist um fallegan páfagauk sem er fyrirtaks fyrirsæta, hafðu endilega samband við eigandann og láttu vita af þessu verkefni.

Hvernig tek ég þátt?
Sendu okkur línu um fuglinn ykkar; tegund, kyn, aldur, ástand eða aðrar gagnlegar upplýsingar. Það er ekki verra ef þið getið sent mynd með það er þó ekki skilyrði.

Svör skulu sendast á:

icy802@gmail.com
fuglar@fuglaradgjof.com
eða
í síma: 898-2808


Ekki vera feimin að láta í ykkur heyra, við skoðum alla fugla og það er ekkert aldurstakmark á eigendum.

Eftirtaldar tegundir óskast:
(Það gætu leynst aðrar tegundir fugla á Íslandi sem við vitum ekki um og þessar tegundir eru velkomnar á listann…)

Gárar
*Bláa
*Græna
*Pastel
*Gula eða albino
**Allir fallegir litir utan þessa koma til greina.

Ástralíupáfar:
Grass parakeet
Rósellur
King parakeet
Crimson winged parakeet

Kakariki
*Græna
*lutino
*pied (skjótta)

Lorie - allar tegundir, litla og stóra

Kakadúa
*umbrella
*galah
*sulphur crested
*ducorps
**annað (ef einhver á aðra tegund en þessa)

Dísur
*Normal grey (kvk og kk)
*lutino
*Perlur
*whiteface
**aðrir litir koma vel til greina ef fuglinn er fallegur

Dvergarar
Green wing macaw
blue and gold macaw

Conure
*sun conure
*jandaya conure
*red head conure
*red bellied conure
*patagonian conure
*blue crowned conure

Parrotlets

Pionus

Hawk headed parrot

Amazon parrots
*orange wing
*Mealy
*white face
*yellow fronted
*red lored
**aðrar tegundir koma vel til greina ef fuglarnir eru fallegir.

Senegal
Meyers

African grey
Timneh
Congo

Ringneck
*grænn (kvk)
*gulur (kvk og kk)
*blár (kvk og kk)
*aðrir fallegir fuglar í öðrum litum
Alexandrine parakeet
Plum head (kvk og kk)

Lovebirds ATH HREINA LITI s.s. ekki blandaðir fuglar
*Masked
*fisher
*peach face
**black cheeked

Eclectus (kvk og kk)

Aðrir fuglar sem koma til greina eru:

Dúfur, dvergdúfur - skrautdúfur - bréfadúfur…
Fasanar
kornhænur
landnámshænsni
kanarífuglar
sebrafinkur
gouldian finkur
whydah
Mynah
hornbill
toucan
touraco

Allar tegundir koma til greina hafið því samband þó tegundin ykkar sé ekki á listanum.

http://farm1.static.flickr.com/86/229898096_d029f7f0b1.jpg

Kveðja,
SiggaKr og Díana
Hef ekkert annað að segja!