Ýmsir Fuglar. Ýmsir Fuglar.


Haförn (Haliaeetus albicilla)


Haförninn er oft kallaður konungur fuglana, en hann er þó ekkert sérlega glæsilegur en hann bætir það upp með stærð sinni.
Haförninn er stór fugl með stóran haus, langann gogg sem er stærri en flestir aðrir ernir hafa og breiða vængi sem hafa yfir tveggja metra langt vænghaf.
Fullorðin haförn er móbrúnn að ofan en ljósari á bringunni og kviðnum, en unginn er dekkri.Þegar haförn flýgur yfir sést hann oft úr mikilli fjarlægð leita sér að bráð.
Hafernir borða aðallega fisk og aðra fugla en stundum spendýr og ef lítið er um bráð sækir hann í hræ.
Strendur, brattar hlíðar eða veiði ár og vötn eru kjörlendi fyrir erni.
Hann gerir sér hreiður í klettum og bröttum hlíðum en sumir í hólmum og skerjum eða í hrauni.
Hver arnarhjón eiga fleiri en eitt hreiðursvæði og skiptast þau á að nota þau.
Haförninn gerir sér hreiður úr sprekum og þara og þau eru klædd sinu, mosa og ull
Haförninn verpir frá 1-3 eggjum, en oftast verpir hann tvemur.
Haförninn lifir um norðan og austanverða Evrópu og í Asíu austur að kyrrahafi.
Haferninum hefur fækkað mjög og eru einungis 50 arnarhjón á Íslandi en á Bretlandseyjum og í Færeyjum hefur honum verið algjörlega útrýmt.


Lundi (Fratercula arctica)


Lundinn er einn af minni tegundum svartfugla.
Hann er höfuðstór, kubbslegur og framþungur. Helsta einkenni lunda er goggurinn sem er litskrúðugur.Lundinn er svartur að ofan og hvítur að neðan, hann hefur svartan kraga um hálsinn og er með hvítt andlit og einnig er hann með rauða fætur.
Lundinn minn svo lítið á trúð kjagar um í kjólfötum og rauðum skóm.
Þegar hann er á lofti blakar hann vængjunum hratt eins og upptrekt leikfang.
Helsta fæða lunda er fiskur en hann heldur sér meira á þurru landi en aðrir svarfuglar.
Lundinn heldur sig á grunnsævi og verpir í grösugum eyjum og brekkum fyrir ofan bjargbrúnir.
Lundinn er farfugl og þegar varp tímanum lýkur flýgur fuglinn út á Norður Atlantshafið.
Stærstu lundabyggðirnar á Íslandi eru í Vestmannaeyjum og Breiðarfjarðareyjum.
Lundinn grefur sér yfir leitt holu í grass og verpir þar en stundum verpir hann í gjótum eða skútum í klettum eða urðum.
Lundin verpir einu eggi sem er hvítleitt með gráum eða rauðum flikrum.
Ungi lundans nefnist kofa eða pysja.
Lundinn var einu sinn mjög algengur við Norður Atlandshaf og náskyld tegund lifir við Kyrrahafið en lundanum hefur fækkað mikið.


Spói (Numenius phaeopus)


Spói er stór vaðfugl háfættur og rennilegur.
Hann er grágulbrúnn að ofan en hvítur á kviðnum og neðan á vængjunum
Hann er með langan og grábrúnan gogg sem er bogin niður á við, langa gráa fætur og dökk augu.
Á flugi fljúga spóar mjög hröðum flugtökum. Þeir fljúga oft saman í hópum seint um sumarið áður en þeir yfir gefa landið í lok ágúst þegar þeir fljúga til Vestur Afríku
Hreiður Spóans er sinuklætt í mólendi eða þurrlendu þýfi.
Spóinn verpir oftast 4 ólífugrænum eggjum eða brúnum.
Helsta fæða spóa eru skordýr, ormar, ber og fræ.
Spóinn heldur sig umhverfis Norður Atlantshafið á sumrin en á veturna er við strendur hitabeltislanda.


Snæugla (Nyctea scandiaca)


Snæuglan er miklu stæri en branduglan og er kvenfuglinn mun stærri en karlfuglinn
Vængir snæuglunnar eru stórir og breiðir og vænghafið er 1,5 eða meira.
Fullorðin karlfugl er nærri alhvítur en kvenfuglinn og yngri karlfuglar eru með svartar flikrur um allan líkamann
Snæuglur eru með blágráan krókbeygðan og beittan gogg. Klærnar eru dökkar en fætturni eru þéttvaxnir þéttu fiðri. Augu uglunnar eru gul.
Snæuglan svífur hægt um en þegar hún sér bráð steypir hún sér niður. Snæuglan veiðir ein síns liðs á daginn nema um varptímann.
Helsta fæða snæuglunnar eru nagdýr en mögulegt er að hún hafi veitt rjúpur, gæsarunga og vaðfugla.
Heiðar og fjalllendi er kjörlendi Snæuglunnar en hún verpir mjög sjaldan á Íslandi og eru yfir þrjátíu ár frá því síðast fannst snæuglu hreiður.En það má vera að hún verpi hérna stöku sinnum án þess að menn verði varir við.
Snæuglan verpir á hólum og þúfum á bersvæði eða í hraunum og þá verpir hún 4-10 eggjum sem eru hvít á lit.
Heimkynni snæuglunnar er allt í heimsskautið, meðal annars á Grænlandi og talið er íslensku snæuglurnar séu þaðan.



Heimildir: Íslenskir Fuglar.
Don't eat yellowsn0w!