Mig langar að segja aðeins frá fuglinum mínum sem er af tegundinni Peach faced lovebird..
Ég fékk hann 13. febrúar sl. og þá var hann 8 vikna.. Hann er handmataður og því rosalega gæfur :)
Hann er alveg rosalega mikill karakter og er bara orðinn einn af okkur..
Hann er alger nautnaseggur, elskar að kúra og láta klóra sér á hausnum.. Hann er mikið fyrir að fara í leiðangra innan á fötunum okkar og pappír og annað sem hægt er að naga er í miklu uppáhaldi :)
Við erum alltaf að reyna að kenna honum og m.a. kann hann að: taka frontið af símanum mínum (það þarf sko að ýta á takka og halda honum inni á meðan frontið er tekið af), herma eftir kisu *kis kis* og gera stutt og lág hljóð þegar við biðjum hann um það.. :) Hann fer í hringi í búrinu sínu en það er e-ð sem hann gerir bara sjálfur til að fá athygli ;) Hann veit semsagt alveg hvernig hann á að fá hrós frá okkur :þ
Um daginn fórum við með hann í vængstífingu í fyrsta skiptið eftir að við fengum hann (hann var vængstífður þegar við fengum hann). Það var svo erfitt að horfa á þetta þó svo að konan sem gerði þetta hafi verið algjört æði!! (Konan hans Tjörva)
Hómer var voða rólegur meðan á öllu þessu stóð, beit hana ekkert og það heyrðist varla múkk í honum… Hún snyrti líka klærnar og slípaði gogginn og það var þá sem hann lét aðeins í sér heyra. Það lá við að ég færi bara að gráta, vorkenndi honum svo, hehe! ;)
Hún sagði að hann væri alveg glæsilegur fugl og ég gæti verið rosa ánægð með hann :) *mont mont* Mætti kannski þyngjast aðeins því hann vigtaðist bara 50 grömm.. En það væri samt ekkert til að hafa áhyggjur af..
Dýralæknirinn sem við hittum um daginn vegna meiðla Hómers sagði líka að hann væri mjög glæsilegur og að hann væri einn sá fallegasti Peach Faced ástargaukur sem hún hefði séð .. Fallegar fjaðrir, fallegir og sterkir litir og bara frábær karakter :) Alltaf gaman að fá að heyra svona um gæludýrin sín :)
Ástæðan fyrir því að ég lét vængstífa hann er sú að við ætlum að þjálfa hann betur og svo finnst okkur þetta bara öruggara ;) Því ekki viljum við nú að hann fljúgi út og týnist :/
Þetta er svona það helsta sem ég get sagt frá Hómer í bili enda erum við á fullu að reyna að þjálfa hann sem mest… Næsta á dagskrá er að láta hann leggjast á bakið þegar hann fær skipun frá okkur.. Svo ætlum við að láta hann borða grænmeti, reyna enn og aftur!! Því við erum búin að reyna að gefa honum það frá því við fengum hann .. Þetta er það eina sem hann vill bara alls ekki borða.. Það og ávextir fer bara ekki í hans maga.. Ef þið lumið á góðum aðferðum sem ekki standa á síðunni hjá Tjörva þá máttu láta mig vita, ég hef reynt nánast allt en ekkert virðist virka..
Myndin af honum er tekin í mars sl. Hann er í dag miklu skærari á litinn…