Ég á 2 Gára, Zeppelína sem er 6 ára grávængja og Amor sem er líklega milli 1 og 2 ára.
Ég fékk Zeppelínu í heimahúsi þegar hún var 6 vikna, hún var róleg og góð og kom á putta strax og flaug um herbergið og ekkert mál. Svo fór ég í ferðalag stuttu efir að ég fékk hana og lítill frændi minn stalst inní herbergið og hræddi hana svona svakalega að það heirðist ekkert frá henni í einhverja daga. Eftir þetta hefur hún alltaf verið rosalega kvekt, hún vill helst bara koma til mín og vera hjá mér og engum öðrum. Hún hefur aldrei verið góð í að fljúga heldur og ef hún hefur flogið eitthvað endar hún yfirleitt á golfinu því hún hefur ekkert þol við að fljúga.
Amor keypti ég fyrir soldlu síðan í dýrabúð, því ég vorkendi Zeppelínu að vera ein, þó hún sé búin að vera það í langan tíma, þá langaði mig að vita hvernig hún myndi taka öðrum fugli. Hún tók honum bara mjög vel, hún var reyndar hrædd við hann fyrst og ég hafði hann í örðu búri til að byrja með við hliðina á hennar búri. En núna gæla þau við hvort annað og eru mjög góð saman. Hann hins vegar er alveg skíthræddur við mig. Ég var búin að ná að fá hann á putta meðan ég var með hann einan í búri, en eftir að ég setti hann yfir til hennar, vill hann ekki sjá mig. Hann bilast ef ég set hendina inn í búrið, flýgur eins og brjálæðingur. Svo er hún orðin líka treg við að koma til mín eftir að hún fékk hann.
Er hægt að venja fugla þegar þeir eru orðnir þetta gamlir? Get ég eitthvað vanið karlinn? Ef það er hægt hvernig fer ég að?