jæja ætla aðeins að segja ykkur frá litlu prímadonnunni minni :)
hún heitir Pino Colanda og er 1 og 1/2 árs Senegal parrot stelpa (DNA greind.)
ég er búin að eiga hana í ár, ég hitti Pino fyrst á fuglasýningunni í blómaval (sem að var btw mín hugmynd *mont* :P) og féll alveg fyrir henni…
fékk að sína hana og hún var svona ‘minn’ fugl á sýningunni…
það voru margir búnir að spurja hvað hún kostaði og margir sem að höfðu áhuga á að kaupa hana en dýraríkið sagði alltaf að hún væri pöntuð… ég var ekkert smá fúl en fór samt og talaði við verslunarstjóran og komst að því að hann hafði svona að ganni tekið hana frá fyrir MIG :) :P
ég var ekkert smá ánægð og ákvað að fara að leita af pening og kaupa hana :P en auðvitað átti ég engan pening en mamma lánaði mér :P
og ég fór og sótti hana strax dagin eftir að sýningin var búin :)
ég var ekkert smá ánægð með hana og sá ekki sólina fyrir henni enda er hún æði :)
svo núna fyrir ekki svo löngu ákvað ég að kaupa handa henni flottara búr og prímadonnan býr núna í nina playtop búri… stefni á að kaupa samt stærra og flottara búr þegar ég skelli mér til ameríku :)
hún var strax mjög góð og gæf og kunni að liggja á bakinu í lófanum á manni og var farin að treysta mér vel eftir sýninguna svo að það var ekkert mál að venja hana við heimilið því hún þekkti mig :)
hún hefur alltaf verið fljót að læra og eftir fyrstu vikurnar hérna var hún farin að herma eftir heimasímanum og örbylgjuofninum :P
síðan þá hef ég kennt henni: að kyssa, vera dauð í lófanum mínum og á borði/rúmi ect. , veifa þegar ég veifa henni, segja halló og Pino, gera kyssu hljóð og smella í góm og svo allskonar flaut eins og úlfablístrið, kalla á hund (svona fíjúfídd :P)og mörg fleirri hljóð… :P
vonandi finnst ykkur þetta hæfa sem grein :)
hef aldrei skrifað grein né kork hérna áður svo að þetta er bara smá tilraun hjá mér :P svo aldrei að vita nema ég komi með eithvern fuglafróðleik hérna :)
hérna eru svo myndir af henni… (kann ekki að setja hérna inná… :?) http://dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=1893