Trix - 1. Basics Ég ætla að byrja að kenna Kiwi og Tuma trix. Þau kunna reyndar nokkur trix fyrir en núna ætla ég að kenna þeim eftir prógrami. Þannig að mér datt í hug að leyfa ykkur að fylgjast með prógraminu, og kannski kenna ykkar fuglum eftir því. Svo ef þið ætlið að kenna fuglunum ykkar trix eftir þessu væri gaman að fá að vita hvernig gengur :)

Tilhvers að kenna gauknum trix? Þeir hafa mjög gaman af því að læra og reyna á gáfurnar, þetta styrkir sambandið á milli eigandans og fuglsins, og svo er auðvitað gaman að geta montað sig af fuglinum og sýna fólki hvað hann kann!

Prógramið verður þannig að ég kenni fuglunum mínum eitt trix á viku. Ég byrja á auðveldum trixum, eins og að stíga upp á putta og fara í hring, og fer svo hægt út í erfiðari trix eins og að velta sér og velja réttan lit. Flest trixin og aðferðin sem ég nota til að kenna þau koma úr bókinni “The Pleasure Of Their Company, An Owner's Guide To Parrot training” eftir Bonnie Munro Doane.




Nokkrir punktar sem er gott að hafa í huga við þjálfunina:
*Aldrei refsa fuglinum fyrir að gera eitthvað rangt. Bara hrósa/gefa verðlaun fyrir það sem hann gerir rétt og hundsa það sem hann gerir rangt.
*Helst að þjálfa fuglinn daglega, 10-20 mínútur í senn. Hættið þjálfuninni ef fuglinn sýnir henni ekki áhuga og reynið aftur eftir nokkra tíma/næsta dag
*Nammiverðlaun mega ekki vera of þung í magann og fuglinn má ekki vera of lengi að klára þau. Mér finnst Rice Crispies virka best.
*Alltaf nota sama orðið til að hrósa fuglinum. Ég segi alltaf “dugleg/ur!” með happy röddu. Það verður líka að enda þjálfunina glaðlega, þótt fuglinum hafi ekki gengið vel.
*Fuglinn má ekki verða fyrir truflunum á meðan þjálfuninni stendur svo það verður að þjálfa hann á rólegum hlutlausum stað
*Verið þolinmóð, þótt að fuglinn nái þessu ekki strax þá kemur það með tímanum :)



Fyrstu trixin sem ég set inn, eitt hverja helgi:
1. Stíga upp á puttann
2. Kyssa
3. Heilsa
4. Veifa
5. Fara í hring






1. Stíga upp á puttann

Það er mjög auðvelt að kenna þetta trix þar sem margir fuglar stíga sjálfkrafa á puttann þegar ýtt er undir magann á þeim. Eina sem þarf í þetta trix er nammið

Hafðu fuglinn puttanum. Gefðu skipunina (ég nota “Upp!”) með ákveðinni röddu og ýttu undir magann á fuglinum. Þegar hann stígur upp á puttann skaltu hrósa honum og gefa honum verðlaun. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum þangað til að fuglinn stígur upp á puttann við það að heyra skipunina, semsagt þegar það þarf ekki lengur að ýta undir magann á honum. Núna geturu farið að stækka bilið á milli puttana og endað þannig að fuglinn þurfi að teygja sig yfir á puttann. Þegar hann er búinn að ná því skaltu láta hann stíga af búrinu sínu, eða öðrum stað, á putta. Þá er fuglinn búinn að læra fyrsta trixið í prógraminu :)



Næstu helgi sendi ég svo inn hvernig eigi að kenna fuglinum að kyssa eftir skipun.