Nei nei nei nei…..
Bauksi, alls ekki gefa fuglinum kaffi eða kakó!
Hann getur lifað það einu sinni, kannski oftar en aldrei að vita.
Maður getur tekið eina e-pillu og drepist og maður getur tekið þær oft og ekki drepist.
En það er aldrei hollt fyrir mann.
Þetta er áhætta sem má taka með líf fuglana okkar.
Bendi þér á þessa grein;
algjör skyldulesning: http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=19093tilvitnun: (greinin er eign höfundar hennar)
MATUR SEM MÁ ALLS EKKI GEFA UNDIR NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM:
Súkkulaði í öllum formum, koffín- eða áfengisdrykki, avocado,
Súkkulaði inniheldur efnasamband sem heitir theobromine á ensku og er örvandi á sama hátt og koffín. Ákveðið magn af súkkulaði (sem er ekki mikið fyrir fugla) getur valdið hjartavandamálum, þunglyndi, uppköstum, flogum, lifraskemmdum og skyndidauða. Þéttleiki súkkulaðis er yfirleitt mikill þannig að það skolast illa úr fuglinum ef hann innbyrðir það. Hátt sykurhlutfall súkkulaðis er einnig stór hættuvaldur.
Þegar talað er um skyndidauða og aðrar hræðilegar afleiðingar af neyslu þessara matartegunda er ekki um neinar ýkjur að ræða. Það er út af því að líkamsþyngd fugla er svo mikið minni en okkar að skammtastærðir margfaldast fyrir þá. Dæmi um þetta í greininni: 1 lítill moli af súkkulaðiplötu ofan í 400 gramma amasóna er sambærilegur við 5 kílóa súkkulaðiklump ofan í manneskju. Fuglinn mun þjást af sömu einkennum og vanlíðan og við myndum gera af 5 kílóum af súkkulaði. Út frá þessu dæmi má reikna að: Ef gári vegur 40 grömm og borðar sama magn af súkkulaði er skammturinn á við 50 kíló af súkkulaði ofan í manneskju!
Koffíndrykkir á borð við kaffi, te, kóladrykkir og aðrir valda hjartsláttaraukningu og getur leitt til ofvirkni síðan floga og dauða.
greinin í heild sinni:
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=19093Það er sko ekki sniðugt að leyfa fuglunum okkar að smakka það sem við erum að borða, getur verið þeim stórhættulegt, gert þá veika og jafnvel leitt til dauða.
Ég veit því miður um of mörg tilfelli þar sem fuglar hafa þjáðst fyrir vanþekkingu eigenda sinna.
Fólk meinar vel og heldur að það sé að vera gott við fuglinn sinn og bara veit ekki betur.
Í rauninni á fuglinn þinn ekki að þurfa að fá annað en kornið sitt auk grænmetis sem ætti að vera ca 20% af fæðunni og ávexti 2svar í viku, þeir eru meira eins og sælgæti og fullir af ávaxtasykri, en einnig vítamínum svo 1-2svar í viku er passlegt.
AF grænmeti meiga fuglar ekki fá hvítkál og rófur (of hátt sterkjuinnihald) og af ávöxtum er avacado bannað (eitrað) og allir steinar í ávöstum td epli eru bannaðir.
Kynnum okkur staðreyndir áður en við förum að segja öðrum til.
kv. keiz
ábyrgur fuglaeigandi og starfsmaður í gæludýraverslun.