Ég hef átt 5 frábæra gára á ævinni sem hefur verið mjög gaman og þetta eru frábær dýr. En ég hef verið nokkuð óheppinn með þá.
Fyrsti gárinn Pálína
Fyrsta gárann fékk ég þegar ég var 6 ára og ég hugsaði vel um hann. En svo dó hann skyndilega hann fékk krampa og datt svo niður af prikinu(það kom í ljós síðar að gæludýra búðin hafði selt mér veikan fugl.=(
Annar gárinn Palli
Annan gárann fékk ég þegar ég var 8 ára og hann var mjög skemmtilegur ég átti hann í 1 ár en svo með einhverjum yfirnáttúrulegum hætti opnuðust búr dyrnar og útidyrahurðin á sama tíma og hann flaug út=(
Þriðji gárinn Denna
Þriðja gárann fékk ég svo þegar ég var 10 ára. Það var skemmtilegasti gárinn sem ég hef átt og sá gæfasti. En örlaugin ætluðu mér ekki að eiga fugl svo að hún veiktist. Ég hélt að hún væri bara einmanna(því að við votum ný komin úr ferðalagi) svo ég keypti 4. Gárann hann Denna. En svo kom í ljós að Denna hafði stíflast æl og saur voru föst inni í henni. Nágrannar mínir(sem eru fugla sérfræðingar og rækta fugla)komust að þessu og losuðu stífluna en of seint, því að 10 mínútum eftir að stíflan var losuð dó Denna.=(
Fjórðu og fimmtu gárarnir Denni og Dísa
Denna fékk ég þegar Denna var veik eins og ég sagði áðan, en nágrannar mínir gáfu mér Dísu (sem er allveg eins og Denna) eftir að Denna dó. Ég á Denna og Dísu ennþá Denni er 2 ára en Dísa er og háfs árs.=)
Ég vona að þau lifi lengur en hinir 3 gárarnir.