Ég á tvo gára.. og þegar ég get komið mynd af þeim á netið þá kemur hún hingað ;) en amk.. þetta eru 2 gárar, báðar kvenkyns, sem heita Perla og Píla.
Perla er eldri og hefur einu sinni flogið út :( Hún var samt heppinn, lenti hjá rosalegum dýravinum sem eiga hund og kött og eitthvað svona meira ;) Og svo til að bæta ofan á það þá þekktust við :O tilviljun..? Ég hef ekki hugmynd um hvað fuglarnir mínir eru gamlir.. geymi það einhversstaðar á góðum stað en man það aldrei :P
Þegar Perla flaug út þá vissum við ekkert af henni í 2 vikur, og héldum að hún væri dáin :-( svo að við keyptum okkur nýjan fugl, sem ég segi hér frá á eftir..
Svo er hringt og sagst hafa fundið Perlu, fjölskyldan náttla rosa glöð og allt það ;) Því miður meiddist hún á öðrum fæti svo að hún gat varla stigið í hann, og ef maður er að leita að sárinu, þá sér maður það ennþá. Eða a.m.k. staðinn sem það var á.
Það sem varð Perlu til björgunar var að hún var svo rosalega gæf, en við höfðum þó bara haft hana í um 2 vikur.

Píla

Píla er seinni fuglinn minn, ég hef ekki heldur hugmynd um hversu gömul hún er 8-) Hún er alveg rosalega hrædd við allt sem hreyfist og kemur bara til manns ef maður er kyrr geðveikt lengi svo að hún sjái til.. þá kemur hún kannski á höfuðið á manni, og við smá hreyfingu er hún farin..
Einu sinni þegar rafmagnið fór þá voru þær úti að fljúga og Píla flaug á veggi, glugga og allt, og maður heyrði í henni inni í herberginu alveg dauðhræddri :( Ég náði henni þó á endanum inn í búr vegna markmannsæfinga ;) Var svo snöggur að fara til hliðar og grípa :D Æfingin skapar meistarann! Uppskar ég þónokkur bit úr því, blæddi úr sumum en ekkert mikið samt ;) Þegar ég ætla að setja hana inn í búr þá verð ég að nota svona kínaprik eins og er notað til að borða kínverskt pasta eða eitthvað svoleiðis :O Ef maður kemur með hendina nálægt henni þá er hún flogin af stað.. Eða að klessa á búrið ef maður ætlar að fá hinn fuglinn til sín..


Þetta var svona “mini” saga um fuglana mína..

1) Gróf ágiskun er að Perla sé um 3. ára og Píla 2 og hálfs.

2) Píla klessir oft á glugga og stundum veggi ef hún verður hrædd, lendir oft á gólfinu og heldur sig bara þar, svo að maður verður virkilega að passa sig hvar maður stígur :S Perla lendir stundum á gólfinu en klessir aldrei á nema í rafmagnsleysi ;(

Yfir og út..!