Geirfuglinn er mér mjög hugleikinn og í mínum augum merkilegur fugl svo ég ákvað að skrifa smá hugvekjum um þennan útdauða heiðurs fugl, og nokkrar fl. pælingar t.d um klónun Geirfuglsins sem komst til umræðu í þjóðfélaginu á síðasta ári.
Geirfuglinn eða pinguinus Impennis var frekar stór sjófugl eða rúmir 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn í sinni ætt eða Alcae ætinni eða Svartfugla ætt á góðri íslensku. Ýmsar aðrar tegundir í þessari ætt eru algengar á íslandi enn í dag í fugal björgum úti um allt land eins og t.d Álka, Langvía, stuttnefja og lundinn.
Geirfullinn var mjög algengur fyrr á öldum við strendur Íslands og ekki síst á norðurhjara veraldar m.a undan ströndum Íslands, Færeyja, Grænnlands, Noregs og einnig undan nyrstu ströndum Brtlandseyja og Kanada.
Talið er að Geirfuglar hafi verið magar milljónir hér áður fyrr, Þór er ekki vitað fyrir víst hve margir fuglar hafi verið í stofninum en Upp úr 1800 fór heldur betur að halla undan fæti hjá geirfuglinum sökum ofveiði. Aðallega veiddu menn hann í löngum veiðiferðum sínum á þessum slóðum enda var geirfuglinn stór og kjötmikill og auðveldur viðureignar enda ófleygur. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað. Þannig að á endanum dó Geirfuglinn út.
Örlög Geirfuglsins voru vissulega grimmileg og sorgleg ef við leyfum staðreyndunum að tala sínu máli þá er mikill sjónarsviptir af Geirfuglinum. Geirfuglar hafa verið útdauðir frá 1848 eftir hrottalega útrýmingu á skeppnunum. Vegna þessara afleyðinga skulum við hafa það sem víti til varnaðar hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengi við náttúruna og lífríkið.
Þjóðsögur
Eins og áður var látið hér að ofan í efnisgreininni var ofveiði aðal ástæðan af því að Geirfuglinn dó út. Til eru nokkrar gamlar og góðar sögur frá Geirfuglum (t.d Þjóðsögur) og dró ég upp einn klassískan reifara til úr þjóðsögunum um Kotbændur, sjómönnum og áhugamönnum um góða villibrá þeim Sigurði Ísleifssyni kotbónda, Ketil Ketilsson veiðimanni og Jóni Brandssyni kaupmanni sem voru beðnir að safna nokkrum Geirfuglum till uppstoppunar af náttúrugripa safnara nokkrum í danaveldi athafna manninum Carl Siemensen. Fór sú frægðarför þannig að Jón og Sigurður drápu sinn fuglinn hvor eb Ketill kom heim tómhentur enda voru þá fallnir tveir síðustu Geirfuglarnir og er þar með lokið sögu síðustu geirfuglana eða mörgæsum norður hafana á þessari jarðvist, saga sem segir okkur hvað örlögin geta verið grimmileg þegar að líf eiga í hlut og að veiðar af mannahöndum geta þurrkað heilu tegundirnar út á stuttum tíma.
Tölfræði
Og svo ef við leikum okkur lauflétt með tölur af geirfuglum í lokinn að þá eru einungis í dag til 80. uppstoppaðir geirfuglar til í heiminum í dag, 75 egg, örfáar beinagrindurog bein af geirfuglum til í veröldinni í dag.
Og til gamans má geta að Geirful nokkur sem dreppinn var fyrir 200. árum prýðir náttúrugripasafn Íslands þann er ríkið borgaði fúlgurfjár árið 1971.
Klónun Geirfuglsins
Nú standa vísindamenn samtímanns frammi fyrir þeirri ögrandi áskorun að geta loksins klónað Geirfuglinn. Fræðimenn telja nú að í kjölfar rannsókna á skyldleika Geirfuglsins við aðrar svartfugla tegundir í Atlantshafihafa hafa verið birtar að hægt sé að klóna Geirfuglinn. Tökum dæmi. Rannsakað var sýni úr hami geirfuglsins sem kenndur er við náttúrugripasafn íslands kom í ljós að Geirfuglinn virtist vera náskyldur Álku.
Niðurstöðurnar benda óneytanlega til þess að þessar annars ólíku tegundir í útliti og lifnaðarháttum., Geirfugl og Álka hafi allar þróaðst í Atlantshafi út frá sameiginlegum forföður og hafi að geymna mjög svipuð lífsýn.
Því er aldrei að vita nema einn daginn eigi Kári Stefánsson, Páll Skúlason og Dr. Augustine Kong eigi eftir að klóna Geirfuglinn útdauða og koma honum til lífs, vegs og virðingar á ný.