Finkur eru litlir fuglar, þeir eru ekki alveg páfagaukar en eru samt gæludýr. Þeir eru með ótrúlega lítið hjarta og verður því að fara mjög vel með þá því annars geta þeir dáið úr hræðslu.
Ég á 4 finkur í dag og ég veit allt flest um þá því ég hef lesið um þá. Hér eru nokkur mikilvæg atriði ef þú ætlar að fá þér finkur.
1. Hafðu það í minnsta lagi tvær finkur af því að ef það er bara ein þá getur hún dáið úr leiðindum (ég veit frekar asnalegt en þetta er satt)
2. Þú mátt aldrei taka þær út eða leika þér að halda á þeim því eins og ég sagði eru þær með of lítið hjarta til að þola það.
3. Þegar þú ert að kaupa fóður fyrir þær skaltu kaupa venjulegan Finkurmat (það má ekki vera fyrir páfagauka), keyptu þá líka Kjarnafóður held ég að það heiti því það styrkir þær og gerir þá heilbrigðari. Keyptu meðal annars líka hreiður og hreiðurgerðaefni ef það skildu koma egg.
4. Ef það koma egg, máttu alls ekki taka þau úr búrinu, því annars vilja þær ekki annast eggin ef það koma fingraför á þau og ekki vera með læti í kringum búrið annars þora þær ekki að liggja á.
5. Í sambandi við hreiðrið, seturðu það bara gal tómt inn í búrið og setur hreiðurgerðaefnið á annan stað í búrinu. Láttu það alveg vera að troða spottum inn í hreiðrið áður en þú setur það inn í búrið því þá vilja þærr ekki búa til hreiður. Þærr vilja gera það alveg sjálfar.
6. Passaðu að hafa alltaf mat og vatn í skálinni þeirra og þú verður líka að hafa bað fyrir þær. Annars baða þærr sig í vatnsskálinni og hafa þá ekkert vatn svo það er mikilvægt að hafa bað.
7. Ekki hafa búrið við glugga (sérstaklega ekki að vetri til) af því að þærr geta frosið (hljómar asnalega en það gerðist fyrir frænku mína).
8. Þegar þú ert að þrýfa búrið skalltu bara taka botninn úr og hreinsa hann og taka svo eitt og eitt leikfang og stangir úr búrinu en alls ekki allt í einu.
9. Ef þú ert ekki mikið fyrir flaut og smá læti er ekki sniðugt að fá sér Finkur af því að þærr syngja og garga allan daginn.
10. Breyddu teppi yfir þær á nóttunni.
11. Munurinn á körlum og kerlingum eru að karlarnir eru mikli miklu litríkari. Kerlingarnar eru oftast hvítar, brúnar eða gráar.
Góða skemmtun og látið mig vita ef það eru einhverjar spurningar! Takk, ;)