Finkur eru litlir fuglar sem eru rosalega litlir með lítið hjarta. Þegar bróðir hennar mömmu átti finkur ákvað hann að gefa mér 3 af sínum af því að þeir verptu svo mikið. Svo að ég fékk 2 kerlingar og 1 kall. Þegar voru liðnar 2 vikur voru þeir strax byrjaðir að setja bönd og bómul inní hreiður sem var inní búrinu og 3 dögum síðar kom eitt pínulítið egg. 2 vikum síðar kom ungi úr egginu. Hann óx og varð að svörtum unga og lærði síðan að fljúga og verða að þroskuðum fugli og þegar hann varð þroskaður þá tók hann lit og varð marglitaður, mjög fallegur. Svona hefur þetta gengið í 1 ár. Ég hef selt fullt af fuglum og græði alveg rosalega á því. Það er rosalega skemmtilegt að fylgjast með ungum koma úr eggi og hvernig fuglarnir hugsa um þá. Ef þið eigið finkur farið þá að þessum ráðum:
1. Kaupið hreiður fyrir Finkur út í búð og kaupið líka hreiðurgerðaefni sem eru spottar úr garni eða klippið sjálf. A.t.h að það má helst vera bara hvítt efni eða kremað á litinn. Ekki svart eða dökkt.
2. Ef það koma egg, alls ekki taka eggin úr hreiðrinu, látið þau alveg vera. Það eina sem þið megið gera er að horfa á þau. Ekkert annað því annars vilja fuglarnir ekki reyna að ná unga úr egginu ef það er komið fingraför á það.
3.Passið að það sé alltaf vatn og matur í skál hjá þeim.
4. Passið að hafa ekki fuglabúrið nálægt glugga um vetur þegar það er opinn glugginn af því að fuglarnir geta frosið (það gerðist fyrir frænku mína)
5. Þegar þið kaupið fóður er mjög gott að kaupa annað fóður sem heitir Kjarnafóður eða eitthvað þannig, ég held að það styrki bæði fuglana og eggin sem koma.
6. Ef þið þolið lítið hávaða þá er ekki mjög góð hugmynd að kaupa finkur því þeir hafa mjög hátt og syngja allan daginn og garga.
7. Á næturnar skuluð þið breiða teppi yfir búrið svo að þeir sofni.
Þetta eru helstu ráðin yfir að eiga Finkur. Takk ;)