Hæ hæ!
Ég heiti óli og er 4-5 ára timneh africfan grey, dna kyngreindur strákur. Nú er svo komið fyrir mér að foreldrar mömmu minnar vilja ekki leyfa mér að búa hérna lengur og þar sem mamma mín er í skóla og getur ekkert gert verður hún að selja mig :’(
Ég er einstaklega fallegur, kann að tala og blístra alveg á fullu. Ég er á Pellets fóðri og finnst einnig hnetur mjög góðar. Verðandi eigandi minn þarf að gefa mér ferskan mat á hverjum degi. Ég er ekki duglegur að borða hann en það kemur hægt og rólega. Ég fæ sturtu ca 2x í viku og finnst það ÆÐI! Ég kúri líka á hverju kvöldi uppí rúmi með mömmu minni og læt klóra mér öllum, það er það besta í HEIMI! Ég þarf samt að kynnast fólki mjööög vel áður en ég leyfi það!
Á nóttnni stein þegi ég á meðan það er myrkur og sef, vakna þegar fer að birta ef ekki er dregið fyrir. Ég vil helst alltaf vera með mömmu minni og er alltaf laus hér, en það ætti ekki að vera neitt mál að kenna mér að vera í búri þegar ég er einn heima en ég geri yfirleitt ekkert af mér og fer lítið af leikgrindinni minni sko! Ég vil að standurinn minn með öllu dótinu mínu sé á stað þar sem fólk er mikið og ég fái að vera mikið með eigendum mínum.
Þegar mamma fékk mig beit ég allt og alla stöðugt. Núna bít ég aldrei, nema fólk sé að veifa framan í mig puttunum og pirra mig og beri ekki virðingu fyrir mér, auðvitað sætti ég mig ekki við það!!
Mamma er að hugsa um að selja mig á 125þús, en ég fer EINUNGIS á hið fullkomna heimili. Með mér fylgir stórt búr með prikum rólu og matardöllum, stigi, 3 leikföng, tré nag hús, risa stór leikgrind ásamt hillu úr ikea sem herlegheitin standa á. Einnig fylgir bók um african grey, matur, nammi, sturtu brúsinn minn, kassi af kubbum til að föndra fleiri leikföng, spegill, fuglapopp poki og leyfi til að hringja hvenær sem er í mömmu mína og fá ráð.
Ég er búin að fara til dýralæknis 2x og er einstaklega heilbrigður og það er ekkert mál að tryggja mig sagði doksi ef það er eitthvað sem áhugi væri fyrir. Hér með fylgjandi er mynd af búrinu, leikgrindinni og öllu því og að sjálfsögðu af mér.
Ef þú hefur áhuga á að heilsa uppá mig og jafnvel veita mér gott framtíðar heimili endilega hringja í mömmu mína í 8668884. Ég vil helst fara á rólegt heimili þar sem ekki eru æst og erfið börn. Ég er hræddur við hávaxna dökkhærða karlmenn, hef samt náð að vingast við einn en það tekur tíma! Þolinmæði er kostur sem verðandi eigandi minn verður að hafa, tími og peningar líka þar sem ég er ekkert ofsalega ódýr í rekstri! Og mamma mín væri rosa ánægð ef hún gæti öðru hverju heimsótt mig…!
Ég hef mikið að gefa ef fólk gefur sér tíma í að kynnast mér er ég einn sá ljúfasti fugl sem til er. Ég er líka mjög lágvær af stórum fugli að vera, blístra svoldið hátt þegar ég kemst í stuð, svona 1-2x á dag og hætti ef ég fæ athygli. Mest er ég að blaðra við sjálfan mig og finnst best að fá að húka á þægilegri öxl með pappakúlu að rífa hana miður hehe! Ég hef líka farið til alvöru ljósmyndara og er velkomið að kaupa þær myndir hjá honum í gegnum mömmu, alveg OFSALEGA flottar!
ENDILEGA ef þú hefur áhuga á að kynnast mér hringdu í mömmu!
Myndir má sjá á: dyrarikid.is/gallery og undir gallery Angel
Kv
Óli