Í desember 2002 fékk systir mín gára við fórum og skoðuðum gára í dýrabúð og sá ég strax einn sem var lítill og gulur og hoppaði um á botninum á búrinu konan í búðinni sagði okkur að hann væri ungi 6 vikna gamall en hann væri “hoppari” það er að segja hann fengi aldrei almennilegar flugfjaðrir og myndi því aldrei geta flogið, ég vorkenndi honum strax að enginn vildi fá hann og sagði systur minni að taka hann en hún vildi skoða í fleiri dýrabúðir fyrst.
Við fórum í aðra dýrabúð og þar var hægt að fá gára sem var handmataður og mjög gæfur og vildi systir mín fá hann, daginn sem við fórum að sækja þann handmataða þá komumst við að því að það var búið að selja hann, ekki varð systir mín ánægð við þessar fréttir en úr varð að við fórum aftur í hina dýrabúðina og fengum hopparann sem var mjög ódýr því hann var hoppari.
Við tókum fuglinn heim og settum upp búrið hans og fyrstu dagana var hann frekar hljóðlátur og mjög feiminn, hann hætti líka að borða á tímabili en það lagaðist. Fljótlega byrjuðum við að flauta lag fyrir hann og ekki leið á löngu þangað til hann kunni það utanað og ef við flautuðum á hann eða kölluðum nafnið hanns þá svaraði hann okkur.
Fuglinn gat flogið og ekki leið á löngu unns hann gat flogið um allt hús sem hann og gerði, einn dag flaug hann útum gluggann en hann náðist aftur eftir 2 klst eltingarleik.
Fugl þessi var hinn gáfaðasti og gat talað, það er að segja hann hermdi eftir orðum sem við kenndum honum og gat hann stundum blaðrað tímunum saman því hann kunni orðið um 40 orð. Þegar klukkan var orðinn 9 á kvöldin þá gargaði hann og nöldraði þangað til við komum og breiddum yfir hann handklæðið og slökktum ljósin. Stundum þegar það var gott veður tókum við hann útí garð í búrinu og leyfðum honum að sjá umhverfið.
Í gær gerðist soldið hræðilegt fuglinn sat inni hjá systur minni á rólunni hennar og hurðin var opin pabbi minn var að fara á klósettið og opnaði hurðina þar og lokaði á eftir sér, hann heyrði aldrei í litla fuglinum sem flaug á eftir honum og ætlaði með honum á klósettið og tók ekki eftir honum fyrr en hann sá hausinn á honum klemmdann á milli. Litli fuglinn okkar dó samstundis, hann hálsbrotnaði og þjáðist þvi ekkert sem er léttir.
Þetta var bara fugl myndu sumir segja, en ekki ég fyrir mér var hann miklu meira hann var partur af fjölskyldunni okkar og við munum sakna hanns ákaft.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni
hvíldu í friði dagur, minning þín mun ávalt lifa í hjarta mé