Í byrjun apríl 2003 var ég byrjaður að spá í að fá mér fugl og var farinn að lesa mig til um hinar ýmsu tegundir. Ég var ekki lengi að ákveða að fá mér Gára þar sem margir í ættinni minni höfðu átt Gára sem voru miklir karakterar. Ég kíkti til Reykjavíkur í Gæludýrabúðina Furðufuglar og Fylgifiskar, þegar ég var kominn út var ég kominn á biðlista yfir handamataðan Gára.
Stuttu síðar var hringt í mig og mér var sagt að það væru komnir ungar og ég ætti að koma og velja mér einn. Ég valdi mér fuglinn sem mér fannst vera sérkennilegastur á litinn. Í byrjun júní fékk ég svo loksins að taka hann með mér heim, ég var búinn að kaupa mer búr fyrir hann fyrir löngu þannig allt var tilbúið. Ég þurfti að handamata hann fyrstu dagana en hann var fljótur að læra að borða sjálfur.
Nokkrum mánuðum síðar ákvað ég að kaupa konu handa honum. Ég valdi fuglinn í búrinu sem var mest frekastur, hún var með fullt af fuglum í búri og í botninum voru naggrísir sem hún var að gogga í, greinilega mesta frekjan. Ég setti hana í búr með Gandí og áttu þau ekki vel saman fyrstu vikurnar.
Svo loksins keypti ég mér varpkofa. Birta var fljót að fá egg en það kom ekkert útúr öllum eggjunum sem hún verðpti í margar vikur. Loks komu ungar sem lifðu ekki lengi. Ég ákvað að taka varpkofann af búrinu og leyfa Bortu aðeins að hvíla sig. Eftir mánuð setti ég kofann aftur á og verpti Birta þá mjög fljótt og kom einn ungi úr því varpi. Unginn lifði af og er nú í dag orðinn fullvaxta, hann er alveg eins á litinn og pabbi sinn.
Svo var ég svo heppinn að fá risastórt búr frá vinnufélaga mömmu minnar frítt, rifrildin í búrinu minnkuðu aðeins eftir að plássið stækkaði. Helstu rifrildin í dag hjá fuglunum eru þegar unginn er að fljúga á Gandí, ég er ekki viss með tilganginn í því hjá unganum.