Grein um Blue Crowned Conure, á íslensku. Ég ætla að gera smá grein um draumafuglinn minn, Blue Crowned Conure. Ég hef lengi verið skotin í þessum fuglum (L). En allavega, hér kemur grein um þá, og heimildir á eftir. Mynd af þeim er hér við hliðina ;)

Blue Crowned Conure
Aratinga cyanogenus


Lýsing: Blue Crowned Conure er alltaf grænn á litinn, og með gulleitan blæ á bringunni. Er með lítinn ljós bláan lit ofan á höfðinu. Hann hefur einnig, eins og aðrir Conure-ar, hvítan hring í kringum augun.

Lengd: 37 cm.

Lífslíkur: 25-30 ár.

Kynin: Hvíti hringurinn í kringum augun er yfirleitt stærri í karlkyns fuglum. Einnig eru fjaðrirnar á vaxhúðinni aðeins lengri á köllunum.

Uppruni: Venesúela, Kólumbía og Brasilía.

Meðfærileiki: Blue Crowned hafa verið sagðir einn af gáfuðustu Conure fuglum. Geta talað, og eru mjög ástúðlegir.

Hávaðasemi: Mjög hávær.

Matur: Korn, ávextir og ber.

Lundarfar: Blue Crowned eru gáfaðir fuglar, en samt sem áður með orðspor fyrir að vera hávaðasamir, og skemmdarvargar. Bæði kynin eru þekkt fyrir að tala mikið og gera listir, og eru ástúðlegir og trúir. Þessir ráðríku og háværu fuglar hafa mjög mikla orku og geta verið marga klukkutíma að leika sér. Hafið í huga að þessi tegund er ein af háværustu páfagaukum í heiminum.

Og hér er smá grein um sjálfa tegundina og persónuleika þeirra :
Þegar að maður talar við conure ræktendur sem að þekkja conure vel, segja þeir að Blue Crowned Conure er einn af þeirra uppáhalds. Ástæðan er vissulega ekki útlitið á þeim, frekar er það persónuleiki þeirra sem að hefur yfirhöndina. Blue-Crowned er einn af ljúfustu tegundinni i conure-hópnum. Auðvitað er þetta einstaklingsbundið, og það skiptir miklu máli hvernig þeir eru fjatlaðir þegar að þeir eru ungir. En almennt eru Blue Crowned Conure búnir að sýna að þeir passa vel við mannkegan félagsskap og gott gæludýr. Stundum er sagt að þeir séu bestir í að tala af conure fuglum, en það er auðvitað einstaklingsbundið.


Og heimildir:

www.petbirdpage.com/bluecrwn.html
www.birdieboutiq ue.com/blueccon.html
www.tjorvar.is/html/blue_crowned_ conure.html
ww.petstation.com/bcconur1.html
www.birdb reeds.com/Blue_Crowned_Conure.htm

Vonandi að ég hafi ekki gleymt neinum heimildum :S
—————-