Núna ætla ég að segja frá fuglunum mínum þeim Snúllu og Flögra, verði ykkur að góðu:
Einu sinni sagði mamma að ég mætti fá páfagauk (árið 2003 í febrúar), og ég varð auðvitað alsæl.
Næsta laugardag fór ég í Dýraland í Mjóddinni og valdi grænan gáraunga með gárótta vængi.
Okkur var sagt að það væri líklegast að hann væri karlkyns fugl en samt ekki alveg víst svo ég skírði hann Pésa.
Ég var nokkuð lengi að temja hann en einn daginn þá bara kom hann á puttann og vildi allt fyrir mig gera! c,")
Svo fór nefið á honum að verða frekar brúnleitt á meðan hún var að stækka, og við sáum að þetta var kvenkyns fugl.
Ég var mjög lengi að finna nafn, eftir smá tíma ákvað ég að skíra hana Dúllu, en svo líkaði mér það ekki svo ég hætti alveg við það og kallaði hana ekki neitt um tíma.
Ég og vinkona mín (sem á 3 gára) vorum eitthvað að pæla í þessu og hún sagði að það væri allt í lagi þótt ég skírði hana Snúllu (hennar fugl heitir það) en ég hafði ekki kunnað við það að herma eftir henni en svo ákvað ég að skíra hana Snúllu.
Svo seinna meir langaði mér í annan gára sem félaga fyrir hana, og eftir langt suð ;) fékk ég annan fugl (ekki unga heldur fullorðin) sem ég skírði Flögra, og keypti nýtt og stærra búr (ég var með gamalt búr frá ömmu minni).
Ég reyndi mjög lengi að temja Flögra en náði aldrei sambandi við hann, og svo fór ég að missa sambandið við Snúllu.
Í mars 2004 fór ég til útlanda og pabbi minn passaði Snúllu og Flögra á meðan.
Pabbi hringdi í mig einn daginn og sagði að Flögri væri eitthvað slappur, hann var svo óvenjulega rólegur og var oft ef ekki alltaf á búrbotninum.
Ég varð auðvitað þvílíkt áhyggjufull, og þegar ég kom heim fékk ég heldur betur slæmar fréttir frá pabba…
Flögri hafði dáið á meðan ég var í burtu.
Ég fór og jarðaði hann í Draugaskógi við hliðina á Doppu sam var hamsturinn minn.
Eftir þetta hef ég náð góðu sambandi við hana Snúllu! :D
Takk fyir að lesa þetta!