Langaði aðeins að minnast á hvað sé nauðsynlegt eða gott að hafa þegar á að gera búrið fyrir fuglinn tilbúið. Það getur verið að e-ð gleymist því mismunandi fuglategundir þurfa ekki alltaf sömu hlutina, en í aðalatriðum er það samt mjög svipað því þetta eru jú undirstöðuatriðin í heimilum þeirra :)

Það er mjög gott að láta búrið standa hátt, þ.e.a.s. ekki að hafa það nálægt gólfi. Það þarf ekki að ná upp í loft en að hafa það upp á kommóðu eða sérstökum standi undir búrið er mjög gott. Fuglar vilja vera hátt uppi því það er í eðli þeirra að vilja varast ránfugla og það gerir maður ekki niðri á jörðinni, heldur hátt upp í tré :) Þessir standar undir búrin eru líka góðir ef fuglinn þarf að fara í pössun e-ð.. því þá helst hæðin sem hann er vanur að vera í.

Botninn á búrinu, ég er allavega með hann þannig að þar er sandpappír og svo strái ég skeljasandi yfir pappírinn. Skeljasandurinn er góður fyrir fuglinn, veit ekki alveg hvað er í honum en það er hollt og gott fyrir hann að kroppa í hann. Ég veit um marga sem hafa lítinn dall á botninum á búrinu með grænmeti fyrir fuglinn til að narta í, þá fær fuglinn nóg af vítamínum og dóti, en það verður bara að muna að skipta reglulega svo grænmetið skemmist ekki.

Matardallar. Það fer nú bara eftir fuglum og eigendunum hvað þeir borða. En ég vildi bara minnast á það að ef það á að skipta algerlega um matartegund þá verður það að gerast hægt. Sérstaklega ef þetta er e-ð sem fuglinn hefur ekki verið að borða áður. Ég keypti t.d. Pellets, minnir að það heiti það, sem minn fugl hatar gersamlega. Ég keypti nú alveg risapoka af þessu og tými ekki að henda þessu því þetta er ekkert sérstaklega ódýrt.. þannig ég blanda þessu saman við kornið hans, og það á alltaf að gera ef skipta á um korn, svo má alltaf auka við þetta nýja, ef fuglinum virðist líka það. Minn hendir því nú bara á botninn á búrinu, finnst þetta alls ekki gott, og ég skil hann svo sem.. ég mæli allavega ekki með þessu. Væri alveg til í að heyra frá einhverjum sem hafa gefið sínum fuglum þetta og ef þeim hefur líkað það.
Svo eru það auðvitað vatnsdallar, gott að setja vítamín í þá annað slagið. Annars bara muna að skipta um vatn daglega :)

Prikin. Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa sandpappír á prikunum. Fuglinum finnst gott að narta í þá og þetta passar upp á það að neglurnar þeirra verði ekki of langar. Ef ykkur finnst að fuglinn ykkar hafi of langar neglur og eruð ekki með sandpappír, kaupið þá nokkur svona stykki og prufið, ég get næstum því lofað því að þetta virkar.

Kalksteinn: Það er víst mjög gott fyrir fuglana að hafa kalksteina í búrinu hjá sér. Ég hef aldrei almennilega vitað til hvers. Það er náttúrulega kalk og e-ð sem er mjög gott fyrir fuglinn í honum og ég held að þetta eigi að skerpa gogginn þeirra e-ð. Minn fugl lætur steininn stundum alveg í friði, en svo koma dagar sem hann lætur hann bara ekki í friði.

Svo er það dótið. Það er nauðsynlegt fyrir fuglinn að hafa dót hjá sér. Róla og stigi eru svona það sem ég held að flestir fuglar séu með og svo fullt af aukadóti. Það eru margir á móti því að fuglinn hafi spegil inni hjá sér en ég persónulega vil hafa spegil hjá mínum, hann getur dundað sér heilu klukkutímana við það að tala við fuglinn í speglinum! ;) Heyrði fyrir mörgum arum að fólk vildi ekki hafa spegla.. því fuglarnir yrðu ástfangnir af sjálfum sér. Það getur svo sem vel verið, en ég hef allavega ekkert á móti speglum :)
Svo er náttúrulega alltaf gott að hafa búrið stórt. Þeim líður ekki vel í litlu búri með næstum ekkert pláss. Ég er með frekar stórt og gott búr og það er meira en nóg fyrir minn fugl. Var á tímabili með þrjá fugla þar og ég myndi segja að það hefði þá verið að fara að verða of lítið þrátt fyrir það hvað það er stórt. Þannig því stærra, því betra :)

Getur vel verið að ég hafi verið að gleyma einhverju, en þá megið þið endilega bæta einhverju við. Það getur líka vel verið að einhverjir séu með búrin sín allt öðruvísi, sem er líka allt í lagi. Þetta eru bara svona þessi týpísku atriði sem flestir hafa :)

Kv, Sweet
Játs!