Langaði bara að deila þessu með ykkur…
Á laugardaginn var ég úti að moka snjó þar sem það hafði kyngt niður snjó nóttina áður. Þegar verkinu var lokið fór ég með skófluna út í garð og setti hana á sinn stað. Frænka mín var með mér og hún fór að leika sér í snjónum og ég var eitthvað að fylgjast með henni, þá heyrði ég lítið tíst fyrir aftan mig.
Ég sneri mér við og þar stóð þessi pínulitli fugl og horfði á mig. Þá tók ég eftir því að við hliðina á honum var lítill blóðpollur í snjónum.
Ég kallaði á frænku mína og við reyndum að ná honum en hann hoppaði bara í burtu því hann gat ekki flogið og litlir blóðpunktar röktu slóðina.
Á endanum náði ég honum og fór með hann inn. Hann var búinn að missa mikið blóð og var frekar dasaður greyið.
Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og allir voru að segja mér að snúa hann úr hálsliðnum en ég fékk mig ekki til að gera það.
Það hætti ekki að blæða svo ég þurrkaði mesta blóðið í burtu og lagði blautan bakstur við vænginn hans (þar sem blæddi) svo setti ég aloa vera á sárið, gaf honum lýsi og leyfði honum að hvíla sig.
Viti menn…daginn eftir var hann bara orðinn sprækur þó hann gat ekki flogið.
Hann verður betri og betri með degi hverjum og ég vona að hann geti flogið bráðum :)
hilsen
hlaup