hæhæ, núna ætla ég að fjalla um smyrilin. Þessar upplýsingar sem koma hér á eftir eru úr bókini Íslenskur Fuglavísir.
Smyrillinn heitir á latnensku Falco columbarius og er ránfugl af fálkaætt. Hann er algengasti ránfuglin hér á landi og eru til 500-1000 pör af þeim. Hann minnir á fálkan en mun minni. Goggurinn er krókboginn, grár með gulri vaxhúð, fætur eru gulir, dauflitari á ungfuglinum heldur en á þeim fullvaxna. Augu eru dökkbrún. Hann er lipur og harðfylginn veiðifugl sem flýgur hratt yfir móa og grundir og þreytir oft bráð sína með því að elta hana. Vængjatökin eru hröð og flugið létt. Smyrillin gefur frá sér skerandi væl, snöggt og hátt hjá karlfuglunum en dimmradaðra hjá kvennfuglunum. Hann verpir á láglendi í klettum, svo sem giljum, gjárveggjum og gígum. Meiri hluri stofnsins hefur vetursetu á Bretlandseyjum og í V-Evrópu en aðeins fáeinir fuglar hafa hér vertarsetu. Smyrillinn verpir um 3-5 eggjum á álaga eggjana eru 28-32 dagar. Hann er 25-30 cm á lengd, 210 g á þyngd og vænghaf hans er um 50-63cm.