Hæhæ, ég ætla bara að senda inn þessa grein þar sem áhugamálið er pínu dautt á sekondunni. Ég ætla aðeins að fjalla um fuglinn Lómur en ég tók upplýsingarnar að mestu leiti upp úr bókinni: “Íslenskur fugla vísir” eftir Jóhann Óla Hilmarsson.
Lómurinn, Gavia stellata á latnensku er andarfugl af brúsaætt. Hann er straumlínulagaður og syndir nánast eins og frændi sinn himbrimi(Gavia immer). Goggurinn er grannur, oddhvas og smá uppsveigður. Hann flygur með kraftmiklum vængjatökum en er ófær um að ganga. Hann vælir ámátlega á sundi en á flugi gefur hann frá sér gargandi kokhljóð. Hann verpir við tjarnir, vötn, ár og læki og oftast nærri fiskauðugum stöðum. Hann verpir um allt land en er algengastur við sjávarsíðuna. Hann er að mestu leiti farfugl sem kemur í apríl og fer í lok ágúst eða í september. Þeir eru u.þ.b. 53-69 cm á lengd og 1,7 kg. Vænghaf fuglsins er 106-116 cm. Lómur verpir oftast 2 eggjum og álega fuglsins á eggjunum eru 26-28 dagar.
Eins og ég sagði áðan er þetta að mestu leiti upp úr bókinni “Íslenskur fuglavísir”, það er mjög góð bók og ég mæli hiklaust með henni handa öllum fuglaáhugamönnum.