Núna eru allar flugfjaðrirnar komnar aftur á hann og hann flýgur um eins og boing 747 um allt hús, tekur dýfur og gefur svo allt í botn og flýgur á 350! Rosa stuð hjá honum. Hann er það vel taminn að ég sé litla ástæðu í því að stýfa hann aftur víst hann nýtur þess svo að fljúga svo ég held ég leyfi honum bara að njóta þess áfram ;) Brynja greyið er svo mikil bolla að þegar hún reynir að fljúga með Breka sínum er hún fljót að krassa með miklum skell!
Svo er Breki búinn að finna sér leynistað. Það er mjög spennó finnst honum. Ég var um daginn að glápa á sjónvarpið þegar ég áttaði mig á því að ég hefði ekkert orðið vör við hann svo lengi og fannst það grunsamlegt. Ég leitaði að honum og kallaði á hann og flautaði, en fékk engin viðbrög. Fékk hálfgert panik kast þar sem var opið fram og ég hélt kannski að hann hefði flogið fram og kannski út! Ég hlóp um allt hús að leita og endaði bara upp í rúmi skelfingu lostinn. En sé ég ekki lítinn haus poppa upp á bakvið bækur í bókahillunni :) Þá er þetta nýjasta sportið að fara í bókahilluna og fela sig… Það vita reyndar allir af þessum stað núna, en hann heldur samt alltaf að hann sé voða sniðugur! Brynja fer stunum fyrir ofan og teygir hausinn niður til að kíkja á hann, en þá verður hann voða pirraður og rekur hana í burtu. Þetta er sko LEYNDÓ! :Þ
- www.dobermann.name -