Kanarífuglar eru yndislegir litlir söngfuglar upprunir frá Kanaríeyjum. Það er þó aðalega karlfuglinn sem syngur og þannig er hægt að greina í sundur kynin. Þeirra náttúrulegi litur er brún, stundum kallaður grænn, en í dag eru þeir ræktaðari í ýmsum litum. Algengasti liturinn er guli liturinn en einnig hafa verið ræktaðir hvítir, rauðir og orange og ýmis afbrigði út frá þeim litum. Það eru einnig til ótal tegundir af Kanarífuglum, t.d. Crested sem hafa koll, Frill sem virðast vera úfnir og Norwich sem virðast vera feitari. Það er hægt að fræðast nánar um þessi afbrigði á þessari síðu:
http://www.canaryland.comKanarífuglinn er nokkuð skyldur finkum, en er þó töluvert gæfari en þær. Þó þeir verði aldrei jafn gæfir og páfagaukar þá þekkist það að fólki hefur tekist að fingurvenja þá. Kanarífuglar eru þó ekki á sama fæði og finkurnar, heldur skal gefa þeim sérstakt fóður ætlað kanarífuglum, með kornum sem eru lengri (grasfræ)