Dísan mín
Ég átti Dísarfugl sem heitir Kaja. Hún er einn mestir frekjufugl sem ég hef komist í kynni við (hef átt nokkra gára) ég átti hana þegar ég bjó í íbúð með pari sem ég þekki. Ég eyddi miklum tíma í að reyna að ala hana og urðum við bestu vinkonur, hún sat alltaf á hausnum eða öxlinni á mér og veit ég ekki hvort það var meðvitað hjá henni eða ekki en hún kúkaði aldrei á mig heldur færði sig og kom svo aftur þegar hún var búin. Hún borðaði mat hjá mér og þegar við heimilisfólkið sátum fyrir framan sjónvarpið og vorum með snakk eða popp í skál, þá settist hún á skálina og ,,átti´´ hana, engin annar mátti fá úr skálinni.
Vandamálið var það að parið sem ég bjó með var ekki hrifið af því að fá hana á hausinn á sér eða að leifa henni að borða af disknum sínum svo hún tengdist þeim ekkert og hún varð svo háð mér að alltaf þegar ég fór út þá öskraði hún stanslaust (saknaði mín)sem auðvitað orsakaði mikla hávaða mengun og þau gátu ekker gert til að fá hana til að hætta.
Við vorum svo miklir vinir að hún heimtaði að fara með mér í sturtu (og fékk það) og ég blés hana með hárblásara á eftir sem hún dýrkaði. En svo kynntist ég strák og flutti heim til hans, ekkert að því nema það að hann á kisu sem langaði svakalega mikið til að borða Kaju. ég gat ekki hugsað mér að fara allt í einu að loka fugl dagsdaglega inni í búri sem hafði aldrei verið þar inni nema kanski til að sofa, þannig að ég leitaði og leitaði og fann loksins góða konu sem tók hana að sér. Það var mjög erfitt að kveðja hana en ég veit að það var henni fyrir bestu. langaði bara til að fá að deila þessu með ykku