Þúfutittlingurinn sem ég fann....
Í morgun var ég á leiðinni út að leika mér þega ég sé köttinn minn liggja eins og skata undir rósarunnunum í garðinum mínum.
Ég fór til hennar og var að koma alveg að henni þegar ég sé pínulítinn fuglsunga við loppuna á henni og hann flaug á öðrum vængnum pínu í burtu og kisan á eftir honum.
Ég kallaði á mömmu (hún er líffræðingur) og hún náði unganum sem var mjög særðu djúpt inn í búkinn. Mamma hringdi í vin sinn sem er sko fuglafræðingur og hann sagði að við ættum að gefa honum orma eða lirfur eða einhvað sem er svipað lirfum sem ég veit ekki hvað heitir. Hann gat ekki borðað en hann opnaði munninn alveg á fullu og svo lognaðist hann út af. Hann var búinn að kveðja heiminn 5 mínútum eftir það 3. ágúst 2003 kl. 12:10 :(
Það var samt best fyrir hann að deyja. Við ætlum að fara upp í heiðmörk á morgun með hann og leggja hann undir tré og hengja blað í trjágrein með öllu sem við vitum um hann. Kötturinn var alveg miður sín og ýtti við unganum þegar hann var dáinn..
Smá um Þúfutittlinga:
Hann er einn algengasti fuglinn í móum umhverfis Selfoss á sumrin. Þúfutittlingar koma upp úr miðjum apríl og flestir fara í september. Þó sjást stöku fuglar fram eftir október.
Þúfutittlingar verpa mjög þétt í Hellisskógi.
Hreiðrin eru vel falin í holum innundir þúfur og í skurðruðningum.
Á sumrin éta þúfutittlingar mikið af fiðrildalirfum af víðitrjám.