Sólpáfi - Sun conure
Sólpáfa eða Sun Conure er lýst sem yndislegum litlum líflegum sólargeisla sem minnir oft á kettling eða hvolp í hegðun. Þeir eru mjög fallegir á litinn. Appelsínugulir og gulir á höfði, búk og á vængjum en vængendarnir og stélið grænt og blátt að lit. Goggurinn er svartur og fæturnir gráir. Þeir fá þessa fallegu liti ekki við fæðingu, þeir koma ekki fyrr en fuglarnir eru orðnir hátt í tveggja ára, þangað til eru þeir með ólífu græna slikju yfir sér. Þetta eru glaðværir litlir trúðar sem elska það að kúra og læðast oft undir peysur eða leika sér í hári eiganda sinna, þeir leika sér einnig oft á bakinu eða vængjunum og sofna oft líka þannig. Þeir eru mjög ástríkir og verða fljótt hændir að eigendum sínum. Þeim finnst gott að naga og eyðileggja flest öll leikföngin sín. Þeir elska að baða sig og gera það oft á dag, þeir nota jafnvel vatnsskálina sína, þeir þurfa mikið af leikföngum því þeir eru svo aktífir að þeir verða alltaf að hafa eitthvað að gera. Þeir geta lært að tala en venjulega segja þeir bara örfá orð. Það eina sem er kannski slæmt við þessa fugla er öskrið, sem er sagt að sé hrikalegt miðað við litlu lungum sem það kemur úr. En handmataðir fuglar læra það sjaldan. Þeir hafa oftast hávaða í ljósaskiptum, þegar sólin kemur upp og þegar hún sest. Þessu er oft lýst eins og þeir séu að fagna hverjum degi og kveðja hann að kvöldi. Þeir hafa þó sjaldnast hávaða þegar þeir eru einir, það þarf sem sagt tvo fugla til. Sólpáfarnir eru upprunalega frá Suður-Ameríku norðan Amason fljótsins, en vegna vinsælda þeirra hefur þeim sífellt verið að fækka og eru þeir næstum í útrýmingarhættu í dag. Erfitt er að þekkja kyn sólpáfns í sundur, þarf því DNA próf til staðfestingar. Sólpáfinn er yndisleg viðbót við fjölskylduna segja flestir sem hafa kynnst þeim. Enda eru þeir vinælustu fuglarnir af Conure ættinni um gjörvallan heim.
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.