Ég fór á Sauðárkrók í sumar eins og ég geri alltaf á hverju sumri til að fylgjast með fuglum og lífsháttum þeirra. Í sumar sá ég nokkra nýja fugla sem ég hef ekki áður séð. Hjá Sauðárkróki er mikið af stöðum þar sem hægt er að fylgjast með fuglum. M.a. hjá flugvellinum, í mírinni, hjá Hegranesi og á fleiri stöðum þar í kring. Ég fer stundum með Geirbertinu(hún heitir það á huga) á Sauðárkrók og við förum og myndum fugla og finnum hreiður og unga. Við erum með upptökuvél sem við notum til að taka upp fuglana og hreiðrin og lífshætti fuglana. Síðan tölum við inná myndina einhvern fróðleik sem við vitum um fuglinn. Þetta er mjög gaman og við erum með blað sem við skrifum niður fuglana sem við sjáum, hreiður og unga. Við dundum okkur oft við það á kvöldin að teikna myndir af fuglunum og skrifum síðan fróðleik. Fuglarnir sem ég hef séð hjá Sauðárkróki(ekki bara í vor)eru: Himbrimi, Álft með hreiður, Grágæsir með hreiður, Helsingi, Rauðhöfðaönd með hreiður, Stokkönd með hreiður, Skúfönd, Duggönd með hreiður, Æðarfugl með hreiður, Toppönd, Smyril, Rjúpu með hreiður, Tjald, Sandlóu með hreiður, Heiðlóu með hreiður, Sendling, Lóuþræl, Hrossagauk með hreiður, Jaðrakan með hreiður, Spóa með hreiður, Stelk með hreiður, Óðinshana, Kjóa, Hettumáv með hreiður, Svartbak, Kríu með hreiður, Branduglu, Þúfutittling með hreiður, Maríuerlu, Steindepil með hreiður, Skógarþröst með hreiður og Hrafn……
Þetta var það sem ég hef séð hjá Sauðárkróki. Það er mjög gaman að geta farið svona eitthvert og fylgdst með öllu þessu fuglalífi. Ég og Geirbertina erum mjög miklar áhugamanneskjur um fugla og fórum í fuglaskoðunarferð´fyrr í vor með einhverjum náttúru-og fuglafræðingi, það var mjög gaman og við sáum um 52 tegundir af fuglum og meira að segja flórgoða og fl. svona skemmtilega fugla.
Ég vona að greinin hafi verið skemmtileg og fróðleg og að þið hafið haft gaman af……. :0)