Eftir að hafa lesið sætu fuglasögurnar hér á undan datt mér í hug að segja ykkur frá því sem átti sér stað í lok maí.
Ég var búin að sitja lengi við morgunverðarborðið þegar litla systir mín segir mér frá því að önd sé úti í garði. Mér fannst það svo sem ekkert merkilegt fyrst en fór svo að fylgjast með henni. Þetta var stokkönd, móleit að lit. Mér fannst hún frekar smá en hún var ein á ferð.
Þrír dagar liðu og alltaf var litla öndin úti í garði. Það sem mér fannst mjög skemmtilegt var að hún hvíldi sig á grasinu en labbaði á gangstéttinni. Hún fór aldrei út fyrir garðinn!
Fjórða daginn tók ég eftir því að lítil stelpa reyndi að ná öndinni og hljóp á eftir henni. Öndin flögraði og hoppaði en gat greinilega ekki flogið.
Ég var farin að vorkenna öndinni fyrir að geta ekki flogið, vera alein, hafa ekkert vatn og svo fékk hún engan mat. Við litla sytir mín ákváðum þá að gefa öndinni brauð. Hún var alls ekki gæf og forðaðist okkur þó svo að við værum að gefa henni mat. Hún þorði samt að smakka á brauðinu en ekki fyrr en við vorum farnar. Af þessu tel ég að hún hafi ekki búið nálægt tjörninni og líka vegna þess að ég bý í Breiðholti og lítll möguleiki fyrir ófleyga önd að komast á milli.
Næstu helgi, þegar öndin var búin að vera viku, var hún flogin á brott. En því miður kom steggur aðeins deginum eftir að öndin var farin. Hann var ljósari en öndin með gænt höfuð og gulan gogg.
Mér fannst og finnst þetta mjög sorglegt!
Getur verið að þau hafi vitað af hvort öðru en steggurinn hafi ekki fundið staðinn þar sem öndin dvaldist á fyrr en of seint??
Hafið þið nokkuð orðið vör við ófleyga önd, líklega í Breiðholti. En allavegana, ég vildi bara deila þessari sögu með ykkur.
Kveðja,
Bleikipardusinn