Fyrir ykkur sem voruð að fá ykkur fugla eða eigið fugla sem eru ótamdir eru hérna nokkrar leiðir til að byrja að þjálfa fuglinn ykkar:)

Finndu eitthvað sem fuglinum þínum finnst gott, ef þú veist ekki um neitt sem honum líkar reyndu þá að finna það út með því að prufa að gefa honum ýmislegt. Passaðu að hafa það ekki of stórt, helst minna en höfuðið á fuglinum því annars getur hann orðið hræddur. Það getur líka verið að fuglinn þori ekki að smakka eitthvað strax, en ef þú setur eitthvað á botninn á búrinu og ferð svo út úr herberginu dregur forvitnin þá vanalega að matnum og þeir smakka;)
Það sem hefur reynst mér vel er: Steinselja, gúrka og popp! Minn er ótaminn og ég er að reyna þessar aðferðir og hann alveg stekkur á hendina mína þegar ég kem með popp.
Jæja, taktu síðan það sem honum finnst gott og farðu með það strax inn í búr til hans, leyfðu honum að taka einn til tvo bita af því og farðu svo með það út úr búrinu. Þá er fuglinn kominn með bragðið og langar í meira, þannig hann kemur þá líklega til þín og heldur áfram að borða. Það getur samt verið erfitt fyrir hann að koma til þín í fyrstu skiptin, þar sem hann er örugglega frekar hræddur en þetta kemur allt:)
Svona lærir fuglinn að venjast þér og hendinni þinni og hann gleymir sér stundum alveg við að háma í sig það sem maður gefur honum, passið bara ef þið ætlið að gefa þeim popp, að þeir mega ekki fá mikið af því af því að salt í miklu magni er ekki gott fyrir fugla.

Að kenna fugli að koma á putta
Aðferðin sem ég nota, virkar alveg ágætlega. Best er að nota hana þegar það eru ekki mikil læti í kringum fuglinn og ekki hafa mikið af skartgripum á höndunum, skær naglalökk eða armbönd því það hræðir fuglinn.
Talaðu rólega við fuglinn og færðu hendina varlega upp að honum, hann gæti flogið skelkaður í burtu en ekki gefast upp. Þegar þú kemst upp að fuglinum skaltu staðsetja fingurinn neðarlega við bringu fuglsins, nálægt fótunum hans. Segðu ,,upp'' og ýttu laust á hann þar sem þú hefur hendina. Fuglinn kemur líklega upp á puttann en stekkur fljótlega í burtu. Hrósið fuglinum þannig hann sjái að hann hafi gert eitthvað rétt. Svona er hægt að halda áfram og líklega er hægt að taka fuglinn út úr búrinu eftir smá tíma með því að halda áfram að gera þetta og hrósa honum. Fuglinn lærir svo að ef hann kemur ,,upp'' þá er honum hrósað og vill gera þetta aftur og aftur. Minn allavega stekkur oftast af puttanum, fer aftur á prikið sem hann var á og bíður þangað til ég komi og taki hann aftur;)

Ég er ekki komin lengra í tamningunum á mínum fugli en þetta hefur reynst mér vel og hjálpar ykkur kannski líka;)

Kveðja, Sweet
Játs!