Sjófuglar Til að fuglar geti flokkast sem sjófuglar þá þurfa þeir að uppfylla eftirtalin skilyrði:
afla fæðu sinnar að öllu leyti úr sjó.
hafa varpstöðvar við sjó.
verja öllu lífi sínu við sjóinn, að undanskildu varptímanum

Súla

Sameiginleg einkenni sjófugla:
eru frekar langlífir.
sýna trygglyndi við maka
nota yfirleitt alltaf sömu varpstöðvar

Sjófuglar eru frekar ólíkir að líkamsgerð, t.d. fóta- og gogglögun. Öflun fæðunnar hefur gert sum einkennin skýr, eftir því hvort fuglinn sækir fæðu í yfirborð sjávar á sundi eða flugi, kafar eða dýfir sér eftir fiskum eða botndýrum.

Helstu sjófuglar:
Fýll
Súla
Skarfur
Lundi