Já ég rakst á þetta áhugamál og varð því mjög glaður því að ég man back in the days þá átti ég eina 3 fugla (reyndar ekki 3 í einu heldur einn hér og annar þar og þriðji hér) og fannst mér öll þessi dýr mjög skemmtileg.
Fyrsti fuglinn sem að ég fékk… hann átti heima hjá föður mínum sem að bjó í miðbænum þá. Ég var eitthver 6 ára polli og nýbyrjaður að lesa ævintýra bækurnar eftir Enid Blyton og þar var einn páfagaukur sem að hét Kíkí og ég vildi vera algjör gengster og vonast til þess að ég myndi lenda í ævintýrum allveg eins og skýrði þá fuglinn minn Kíkí. Ég man voðalega lítið eftir þeim fugli því að ég fór ekki allt of oft í heimsókn til pabba en það gerðist einu sinni að hann flaug út og sást aldrey aftur.
Annar fuglinn minn var líka algjör karakter, þetta var kvennkyns fugl og ég ákvað að vera sniðugur og skýra hana Pálu, þessi fugl hefur mjög líklega virkilega hatað mig. Því að í hvert skipti sem að ég kom niður (bý hjá mömmu og það eru 2 hæðir og hann var niðri) þá byrjaði hún alltaaf að öskra á mig og svoleiðis og alltaf þegar ég reyndi að láta hana koma á puttann minn þá goggaði hún alltaf í mig og ég þorði varla að koma nálægt henni. En svo endaði það með því að hún hefur sennilega orðið veik blessunin og dáið útaf því… ekki svo skemmtilegt.
Síðan þegar ég fékk þriðja fuglinn minn. Hann var algjör SNILLLINGUR sá. Mamma fékk eitthvern vin til þess að velja hann því að hann átti víst að geta séð hvaða fuglar væru skemmtilegir og svoleiðis og þegar að hann var farinn að fljúga um þá kom dýrið alltaf til mín að veita mér félagskap og svoleiðis. Síðan tók hann alltaf helvítið mikkla áhættu, hann kom alltaf og kyssti mig (fékk sér sopa af slefi í kjaftinum á mér :>) og fór alltaf í vaskinn og ég lét renna smá bunu og hann fór alltaf að baða sig í henni. Það sem mér fannst líka gott við hann var það að hann var kanski að slappa af á öklinni manns og svo þegar að hann var að fara að kúka þá flau hann eitthvert og skeit bara og kom svo aftur þannig að maður var alltaf hreinn eftir að hann var á manni. Síðan líka þá var þetta fyrsti fuglinn minn sem að náði að herma eftir eitthverju hljóði, og það var heimasíminn að hringja, það var allveg nákvæmlega ein… en svo varð hann soldið slappur og dó eftir að við áttum hann í eitthver 3 ár.
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta allt var ekki til þess að fá stig heldur bara til þess að segja að þessi dýr eru allveg geðveikt mismunandi. Maður heldur kanski að maður sé að fara að kaupa eitthvern fugl og þeir eru allveg eins, hagi sér allveg eins hugsi allveg eins og svoleiðis en svo er víst ekki. Ég vill líka benda á það að ég átti aðeins gára en þetta eru allveg yndisleg dýr.