Jaðrakan er einn af einnkennisfuglum votlendis á láglendi. Hann er háfættur, hálslangur og spengilegur, álíka stór og spói. Á sumrin er hann rauðbrúnn um höfuð, háls og niður á bringu en annars með brúnleitt mynstur, kvenfuglinn er litdaufari og stærri en karlfuglinn.
Goggurinn er langur og beinn, gulrauður í rótina með dökkan brodd. Fætur eru langir, svartleitir og skaga langt aftur fyrir stélið á flugi. Augu eru brún og augnhringur ljós.
Fluglag er ákveðið með hröðum vængjatökum. Fuglinn er hávær og óreglulegur á varðstöðvum. Hann er félagslyndur utan varptíma.
Fuglinn gefur frá sér hátt kvak og hvelt nefhljóð á varptíma, annars þögull, “vaddídú-vaddídú”.
Er eindreginn votlendisfugl, verpur í og við margs konar votlendi á láglendi, t.d. flæðingi, flóa og hallmýrar, og jafnvel í lyngmóum og kjarrlendi, en aldrei langt frá vatni. Hreiðrið er dæld í gróður, fóðrað með sinu og venjulega vel falið. Heldur sig utan varptíma mestí votlendi, á túnum og leirum.
Var fyrir 1920 bundinn við Suðurlandsundirlendið en hefur breiðst mjög út á undanförnum áratugum og verpur nú á láglendi um mest allt land. Íslenskir jaðrakanar hafa vetrardvöl í V-Evrópu suður til Portúgals, flestir á Írlandi. Ísland er á norður-og vesturmörkum útbreiðslusvæðis jaðrakans en hann verpur dreift um V-og Mið Evrópu, að allega í Hollandi og austur um Rússland.
Dvalartími jaðrakans er frá miðjum apríl til byrjun september.
Hann verpur 4 eggjum og verpir frá miðjum maí til lok júní. Klaktími eða állega eru 22-24 dagar.
Ungatími er um 25-35 dagar, ungatíminn(tími frá klaki til flugs) eru frá byrjun júní til lok júlí.
Stofnstærð er um sirka 10.000 pör.
Jaðrakan er algengur varpfugl hér á landi, lengd hans er um 40-44cm. Þyngd hans er um 300g, og vænghaf er um 70-82cm.
P.S. Vonandi var greinin áhugaverð og skemmtileg, og mjög fróðleg
Heimildir fengust í Íslenskum fugla vísi, eftir Jóhann Óla Hilmarsson.