Það er nauðsynlegt að þekkja hvað litlir (og stórir) fuglar þurfa að gæta sín á. Það er margt sem maður heldur að sé alveg meinlaust en getur reynst þeim mjög hættulegt.

Hérna er smá listi yfir helstu hættur sem allir ættu að passa sig á:)

Bil milli skápa eða annarra húsgagna og veggja: Það er hætta á að fuglinn geti klemmst á milli hluta eða að hann detti niður í bil og þá getur hann fest sig þar og týnst.

Skúffur og lokaðir skápar: Fuglar eru mjög forvitnir flestir og eru oft að hnýsast eitthvað í opnar skúffur og skápa. Það verður að passa að loka ekki fuglinn óafvitandi inni í skúffunni eða skápnum. Þá getur hann kafnað eða dáið úr hungri og það er örugglega hræðilegt, sérstaklega fyrir lítinn fugl:/

Eldhúsið: Fuglar eru oft hrifnir af eldhúsum, þar er svo margt sem þeim langar að skoða. En það þarf að varast margt þar inni, svo sem:
Heitar gufur, fuglinn gæti kafnað og brennst.
Opnir pottar og skálar, fuglinn getur drukknað eða skaðbrennst.
Heit eldavélarhella, bruni sem oft leiðir til dauða.
Þvottaefni ýmiskonar, fuglinn getur fengið eitrun.

Baðherbergi: Fuglinn getur drukknað í klósettinu, flogið út um glugga (á klósettum er oftast opinn gluggi) og fuglinn getur fengið eitrun af alls kyns snyrtiefnum.

Dyr: Það er mjög algengt að fuglar klemmist á milli hurða og þá getur hann stórslasast eða dáið.

Loftstraumur, dragsúgur, opinn gluggi eða dyr: Ef að það blæs of mikill vindur á fugla þá geta þeir ofkælst, fengið lungnabólgu, kvef eða sarpbólgu.

Glerrúður: Fuglinn áttar sig ekki alltaf á að glerrúða sé hindrun og ætlar að fljúga í gegnum hana en þá getur hann skollið harkalega á henni og fengið heilahristing, háls- eða höfuðkúpubrot.

Heimildir: Gári litli.

Jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili, kem kannski með meira seinna en vona að þetta gagnist ykkur. Passið samt að ofvernda ekki fuglana ykkar;)

Kv, Sweet
Játs!