Hér ætla ég að segja ykkur skrýtnar fuglasögur sem ég hef upplifað(þær eru reyndar bara tvær en vonandi skemmtið þið ykkur vel við lesturinn og sendið kannski einhverjar fuglasögur sem þið hafið lent í)
Einu sinni var ég með vinkonu minni á Sauðárkrók og við vorum að leita að ungum og hreiðrum. Allt í einu sáum við einhverja hreyfingu í einu kjarri þarna skammt frá og gengum að því. Þegar við komum að því sáum við að hreyfingin kom frá Jaðröku sem lá á hreiðri og þegar við komum að henni sat hún bara graf kyrr og gerði ekki neitt nema að stara á okkur. Við skoðuðum hana og gátum meira að segja lyft henni upp á þess að hún gerði eitthvað:)
Núna er komið að seinni fuglasögunni minni. Í fyrra fór ég í gönguferð með mömmu minni og pabba. Allt í einu skreið eitthvað innanundir buxnaskálmina mína og spriklaði þar. Ég öskraði og öskraði og bað pabba um að gjöra svo vel og færa þessa “rottu” eins og ég kallaði þetta spriklandi dýr. Pabbi tók “rottuna” undan buxnaskálminni og þá kom í ljós að þessi “rotta” var bara Hrossagaukur sem átti hreiður hliðin á fætinum mínum.