Útlit á Smyril Smirill er minnstur þeirra þriggja íslenskra fugla, sem teljast til rán-fugla. Íslenski smyrillinn er talinn sérstök undirtegund (Falco columbarius subaesalon). Smyrillinn er 27-32 cm að lengd og er því mjög lítill fálki. Karlfuglinn er um 27-30 cm að lengd og vegur um 170 g, en kvenfuglinn um 30-32 cm og um 250 g. Karlfuglinn er gráblár að ofan en rauðbrúnn að neðan með áberandi dökkbrúnum rákum. Stélið er með dökkum og ljósum þverrákum. Kvenfuglinn er grábrúnn að ofan og Ijós að neðan með dökkbrúnum þverrákum. Ungfuglinn er líkur kvenfuglinum að lit. Smyrilsungar (dúnungar) eru fyrst alhvítir, en verða síðan gráir.

FÁLKI (Falco rusticolus) er stærstur allra fálkategunda. Karlfuglinn er 51-56 cm að lengd og vegur um 1200 g, en kvenfuglinn 56-60 cm og um 1800 g að þyngd. Stærðarmunur eftir kynferði er því greinilegur hjá fálkanum. Íslenski fálkinn er grár á baki, en bringan er ljósgulleit með mósvörtum langdílum. Ungarnir eru í fyrstu hvítleitir, en dökkna fljótlega, og ungfuglamir eru töluvert dekkri en fullorðnu fuglarnir. Á fullorðnum fálkum eru klærnar skærgular, en á ungum fuglum eru þær bláleitar.

HAFÖRN (Haliaeetus albicilla) er stærstur íslenskra ránfugla, með langa og breiða vængi. Hann er 69-91 cm að lengd og fullorðinn örn 4-7 kg. Vænghafið getur orðið allt að Kvenfuglar eru verulega stærri og þyngri fuglar. Nefíð er stórt og gildvaxið. Fætur eru stórir og sterkir, og klærnar djúpgrópaðar að neðan það auðveldar örnum að grípa hála fiska með klónum.

Fullorðnir hafernir eru brúnir, en Ijósgrábrúnir á höfði og hálsi. Á fullorðnum erni er stélið hvítt. Nefið er fölgult og fætur gulir. Dúnungar grámóleitir nýklaktir, en klæðast síðar dökkgráum dúnbúningi. Ungfuglar á fyrsta ári eru mun dekkri en fullorðnir fuglar. Á þriðja ári fer höfuð ungfugla að lýsast, og miðfjaðrir stélsins verða hvítar. Á fjórða ári er stélið orðið næstum hvítt. Á fimmta ári eru ungfuglarnir orðnir mjög líkir fullorðnum á litinn, en til fulls fær örninn ekki fullornisbúning fyrr en hann er orðinn 6 ára.


Kakk fyrir

Kveðja, sopranos