Þetta er tekið frá http://varmalandsskoli.ismennt.is/verk/landbunadar/smaf uglar/snjot.html
Snjótittlingur eða sólskríkjan er spörfugl og mjög fallegur og glaður fugl, örlítið stærri en steindepill, lengdin um 17 sm. Snjótittlingurinn eða sólskríkjan er hánorrænn fugl og verpir í öllum nyrstu löndum jarðar. Á sumrin lifir hann mikið á skordýrum, en annars er hann frææta. Flestir íslenskir snjótittlingar eða sólskríkjur eru taldir vera staðfuglar, en hluti þeirra leitar sennilega til suðlægari landa. Hins vegar munu snjótittlingar eða sólskríkjur frá norðlægari löndum koma til Íslands til vetrardvalar, eða hafa viðdvöl haust og vor. Í sumarbúningi er karlfuglinn klæddur í svörtu og hvítu. Vangar, kverk, bringa og kviður eru hvít en bak og herðar svört. Á haustin skiptir hann um búning og fölnar þá svarti liturinn og ljósbrúnn litur verður ríkjandi. Kvenfuglinn er ávallt ljósbrúnn. Goggurinn er keilulaga, gulur en verður svartur á karlfuglinum að sumarlagi. Augnlitur brúnn og fætur svartir. Hann verpir 4-7 eggjum í hreiðurkörfu í klettaglufu eða holu í urð. Hann verpir tvisvar á sumrin. Körfuna fóðrar hann nostursamlega með hárum og rjúpnafiðri. Kvenfuglinn liggur mest á eggjunum. Klakið tekur tæpar tvær vikur og ungarnir eru aðeins styttra í hreiðri eftir að þeir koma úr eggi. Þann tíma mata foreldrarnir ungana aðallega á skordýrum. Karlfuglinn syngur hávært á meðan hann stendur á verði um varpið, annars er hann símalandi. Nýfleygir ungar eru gráleitir og á vængjabelta. Heimkynni hans er með ströndum sem og til heiða og fjalla. Á veturna sækir hann í stórum hópum til sveitabæja eða þéttbýlis í von um að fá að éta. Hann er félagslyndur á veturna en á sumrin heldur fjölskyldan saman. Flug snjótittlingsins eða sólskríkjunnar er hratt og tyllir hann sér á steina og þök. Hluti stofnsins hefur vetursetu í Skotlandi og grænlenskir fuglar eru fargestir og vetrargestir hér.
Takk fyrir
Kveja, sopranos