Almennar upplýsingar um Ástargauka. Ég er að fara að fá mér handmataðan grænan ástargauk um næstu mánaðarmót og er því búin að liggja og sanka að mér fullt af upplýsingum um tegundina. Því er ekki úr vegi að henda eitthvað af þeim hingað inn.

Grímu dvergpáfi- Masked Lovebird- Agapornis opersonata

Lýsing (tekið af tjorvar.is): Höfuðið, kinnarnar og efri hálsinn eru svört eða svartleit. Hnakkinn er gulur og nær alveg niður á brjóst. Maginn er ljósgrænn, vængirnir dökk grænir, gumpurinn grænn með fljólubláum blæ, og stélið er grænt. Goggurinn er eldrauður og er hvítur hringur í kringum augun. Fæturnir eru blágráir.

Lengd: 15 cm

Lífslíkur: 15-30 ár

Kynin: Kynin eru mjög lík en í heildina hefur karlfuglin flatara höfuð en kvenfuglinn.

Uppruni: Norðaustur Tansanía

Um fuglinn: Þetta eru ástúðlegir fuglar sem eru mjög athafnasamir. Naga mikið og þola illa aðrar fuglategundir í kringum sig.

Hávaðasemi: Miðlungshávær, getur flautað hátt

Staða í dag: Í útrýmingarhættu

____________________________________ ___________________


Ástargaukar, öðru nafni dvergpáfar, eru frá Tansaníu og Keníu. Alls eru til 9 tegundir, þar af hafa þær þrjár algengustu verið til hér síðasta áratuginn eða svo. Þetta eru litlir og litskrúðugir fuglar. Ástargaukar eru kelnir fuglar sem auðvelt er að kenna flest allt annað en tal. Þeir eru tiltölulega gáfaðir miðað við stærð og handmötuðum fuglum er sérstaklega auðvelt að kenna ef fólk gefur sér góðan tíma í það. Sumum hefur tekist að fá ástargaukinn sinn til að herma eftir hljóðum, t.d blístri eða tónlist, en það er samt ekki talið vera í eðli þeirra.

Ástargaukar eru kynþroska um 6 mánaða gamlir og ef folk er að spá í ræktun eða að hafa tvo fugla er þeim ráðlagt að hafa fuglana ekki handmataða, handmataðair fuglar telja sig eiga meira sameiginlegt með fólki en öðum ástargaukum, en venjulega semur ástargaukum illa við aðrar tegundir. Ástargaukar taka venjulega smá hávaðasyrpur einu sinni til tvisvar á dag en hegðun þeirra að flauta og tralla sérstaklega mikið í kringum hádegið er beint rakin til náttúrunnar. Villtir ástargaukar syngja mikið um hádegisbil til að láta alla í hópnum vita að dagurinn sé hafin. Þeir eiga til að syngja líka seinni partinn og eru þá að láta vita að dagurinn sé að líða og ljúki senn.

Ég er alltaf að lesa mig meira og meira til um þessa tegund og get því að sjálfsögðu bætt á mig fróðleik ef einhver hérna veit betur eða eitthvað meira spennandi um þessa tegund.

Kv. EstHe
Kv. EstHer