Ég ætla að skrifa stutta grein um þann fugl sem er mér mest á huga. Fuglinn sem ég er að tala um er Skarlatsrauði Arnpáfinn, eða Scarlet Macaw, og latneska heitir er “Ara macao”. Ég ætla með góðfúslegu leyfi Tjörvars eiganda Furðufugla og Fylgifiska, að birta stuttan texta af heimasíðunni hans um Skarlatsrauða Arnpáfann:
Lýsing:
Skarlatsrauði arnpáfinn er eldrauður, en kinnar og umhverfis augun er hvítt með daufrauðum lit. Flugfjaðrir eru bláar, miðflugfjaðrir gular og gumpur í fölbláum lit. Stélið að ofan og undir der rautt og eins undir vængjum. Efri goggur er fölgrár með svörtum jaðri, neðri goggur er svartur. Fætur eru dökkgráir.
Lengd:
85 cm.
Lífslíkur:
Allt að 100 árum.
Kynin:
Lítill útlitsmunur. Karlar ögn stærri.
Uppruni:
Suður Ameríka.
Um fuglinn:
Skarlatrauði arnpáfinn er líflegur og hugaður, forvitinn og skemmtilegur. Hann nagar mikið og þarf þykkar trjágreinar handa honum. Hann er harðger fugl. Honum semur vel við minni fugla utan fengitíma og unir sér vel með fuglum af sinni tegund á fengitíma.
Hávaðasemi:
Hávaðasamur.
Staða í dag:
Lifir enn villtur.
Kv:XorioN